Úr atburðaskrá HInet


Þriðjudagur 19. nóvember 2024
Netsamband í Læknagarði rofnaði í 10 mín. á milli kl.13:55 og 14:05 vegna
straumrofs á dreifisviss lg-sw08g.
Straumur rofnaði þegar starfsmenn UTS voru að taka niður búnað, sem er
ekki lengur í notkun.

Þriðjudagur 5. nóvember 2024
Dreifisviss í Tæknigarði bilaði tg-sw08g um kl.22:00 þann 4. nóvember.
Hægt var að ná sambandi við aðra svissa í TG sem og þráðlausa senda.

Smám saman urðu þráðausu sendarnir sambandslausir uns þeir voru allir
dottnir úr sambandi um kl.04:40 um nóttina.

Í ljós kom að það var villa á harða diskinum;
Checking filesystems                                                            
Checking all file systems.                                                      
[/sbin/fsck.ext4 (1) -- /var] fsck.ext4 -a /dev/mapper/vg0_vjunos-lv_var        
LINUX_VAR: clean, 292/690880 files, 100256/2760704 blocks                       
[/sbin/fsck.ext4 (1) -- /junos] fsck.ext4 -a /dev/mapper/vg0_vjunos-lv_junos    
JUNOS: recovering journal                                                       
ata5.00: exception Emask 0x0 SAct 0x0 SErr 0x0 action 0x0                       
ata5.00: irq_stat 0x40000001                                                    
ata5.00: failed command: WRITE DMA                                              
ata5.00: cmd ca/00:08:81:8d:9e/00:00:00:00:00/e0 tag 0 dma 4096 out             
         res 51/04:08:81:8d:9e/00:00:00:00:00/e0 Emask 0x1 (device error)       
ata5.00: status: { DRDY ERR }                                                   
ata5.00: error: { ABRT }                                                        
ata5.00: revalidation failed (errno=-2)                                         
ata5.00: revalidation failed (errno=-2)                                         
ata5.00: revalidation failed (errno=-2)                                         
Buffer I/O error on device dm-0, logical block 1048608                          
Buffer I/O error on device dm-0, logical block 1606401                          
Buffer I/O error on device dm-0, logical block 1606401                          
Buffer I/O error on device dm-0, logical block 0                                
Buffer I/O error on device dm-0, logical block 1                                
Buffer I/O error on device dm-0, logical block 0                                
Buffer I/O error on device dm-0, logical block 2                                
Buffer I/O error on device dm-0, logical block 3                                
fsck.ext4: Attempt to reaBuffer I/O error on device sda1, logical block 0       
d block from filBuffer I/O error on device sda1, logical block 1                
esystem resultedend_request: I/O error, dev sda, sector 1999985                 
 in short read wend_request: I/O error, dev sda, sector 1    

Skipt var um sviss og var samband komið aftur á um kl.08:00

Sunnudagur 3. nóvember 2024
eduroam net í Odda og Árnagarði skipt upp.
Þetta er gert sem undirbúningur að því að setja Árnagarð á sér rúter.

Gömlu netunum: 130.208.120.0/22 og 2a00:c88:4000:a00c::/64, sem var í báðum húsum, var breytt í;

Oddi - VLAN 345:
130.208.120.0/23 og 2a00:c88:4000:a00c::/64 

Árnagarður - VLAN 365:
130.208.122.0/23  og  	2a00:c88:4000:a009::/64 

Föstudagur 11.október 2024
Útskipti á varaaflgjafa í Tæknigarði.

Útskiptum á varaflgjafa í Tæknigarði lauk aðfaranótt 12.10 um kl.01:30, þegar Origo menn luku
við að uppfæra firmware á nýja aflgjafanum og færa þau PDU, sem voru á bráðabirgða rafmagnstöflum,
yfir á nýja UPS'ann.

Framkvæmdin gekk vel fyrir sig og nánast samkvæmt áætlun.
Áætlun gerði ráð fyrir því að byrjað yrði á því að færa eitt PDU í hverjum skáp (þau eru 2 í öllum skápum fyrir utan 1 skáp)
yfir á bráðbirgða greinar, sem starfsmenn Rafgeisla höfðu útbúið.
Þær greinar komu úr ónotaðri 60A lögn í rafmagnstöflu í vélasalnum.
Henni var skipt upp í tvennt og PDU'unum var dreift á þær greinar.
Sú skipting hófst kl 16:00, skv. áætlun og lauk um 45 mín. seinna.
Þá var hafist handa við að aftengja og fjarlægja gamla varaaflgjafann.
Þau PDU sem eru tengd við varaafl voru tekin úr sambandi, eitt í einu, og
staðfest að straumur héldist á búnaði, áður en haldið var áfram.
Að lokum var nýr varaaflgjafi settur upp og tengdur inn á dreifkerfi
vélasalar og sannreynt að tengirofar virkuðu sem skyldi og tenging tengirof
var kortlögð.
Tengirofar voru prófaðir og sannreynt að straumur héldist á búnaði.
Þessu næst var varaaflgjafi uppfærður og tengdur við net HÍ.
Að lokum voru PDU'in, sem höfðu verið sett á bráðabirgðatengingu, færð yfir
á upprunalegu tenginguna og sannreynt að straumur héldist á öllum búnaði.

Það varð smá truflun á búnaði sem er með eitt PS, tgbb-sw00g og tgbb-sw01g.
Við munum skipta þeim svissum út og setja svissa með tvö PS.
Rúter frá Símanum varð ramfagnslaus, vegna þess að það er bara eitt PDU í þeim skáp.
Við munum bæta við PDU í skápinn.

Vararafstöð var tekin af standby/AUTO og sett á handvirka ræsingu/manual auk þess sem lekaliði/öryggi var slegið út. 

Fimmtudagur 26. september 2024
Ný nanna óstarfhæf milli kl 12:45 og 13:25  vegna mistaka við breytingar á aðgangstjórnun.

Partur af Brautarholti 7 missti samband í gær þar sem ljósbreyta í bh7-sw00g hætti að virka.
Í kjölfarið misstu bh7-sw02,bh7-sw03,bh7-sw04 samband. 


Miðvikudagur 25. september 2024
Skipt um þjónustuvél netdeildar (nanna.rhi.hi.is - UGLA API við DNS-DB og netdisco)  stýrikerfi
uppfært úr FreeBSD 10.1 í 14.1 -- eins vélbúnaður, biluðum disk skipt út.

Þjónusturof á API þjónustu við DNS-DB (skráning og viðhald tækjaskrár), sumar þjónustusíður UGLU óvirkar,
milli kl. 17:00 og 20:00.


Mánudagur 2. september 2024
Kl.07:40
Sviss nf-sw12g hættir að svara ping kl.09:00 á laugardeginum 31.ágúst.
Sviss nf-sw15g, sem er tengdur aftan við nf-sw12g, svarar pingi sem og
tölva með IP töluna 130.208.140.84, sem er tengd við nf-sw15g.
nf-sw12g endurræstur kl.07:30 2.september og netsamband kemst á kl.07:40.

Fimmtudagur 8. ágúst 2024
Kl.07:50
Vegna vinnu við rafmagn í Eddu þá verður húsið sambandslaust í einhvern tíma.

Þriðjudagur 30. júlí 2024
Kl.08:25
Samband við Tæknifræðisetur HÍ á Skólabraut 3 í Hafnarfirði rofnar um kl.08:20
Samkvæmt upplýsingum frá forstöðumanni Tæknifræðiseturs þá er verið að vinna við
útskipti á raflögnum í húsnæðinu og mun sú vinna trúlegast taka nokkra daga.

Þriðjudagur 2. júlí 2024
Kl.11:28
Samband við Háskólafélag Suðurlands - selfoss00-gw, rofnar um kl.11:20
Samkvæmt upplýsingum frá Ingunni Jónsdóttur hjá HFSU þá eru verktakar að
störfum í nágrenni Tryggvagötu 13 á Selfossi og hún ætlar að athuga
hvort ljósleiðari hafi farið í sundur eða rafmagn rofnað.

Mánudagur 17. júní 2024
Sviss sg14-sw00g hættir að senda umferð.
Ekkert cdp neighbour. Ekkert í loggum og öll interface uppi.
Sama bilun og í e12sw00g.  

Sunnudagur 16. júní 2024
Sviss e12-sw00g hættir að senda umferð.
Ekkert cdp neighbour. Ekkert í loggum og öll interface uppi.
Sama bilun og áður - Magnús Orri hjá FS var settur inn í
málið og þessum sviss, ásamt ME svissinum í SG14, verður
skipt út.

Fimmtudagur 13. júní 2024
Skipt um rúter svf00-gw.
Juniper EX4600 settur í staða Cisco 3750.

Miðvikudagur 15. maí 2024
Switch eir-sw03g missti samband við dreifisviss.
Orsökin var sú að patch snúra var skemmd.

Föstudagur 19. apríl 2024
Stúdentagarðar Skógarvegi 18-22

Rafmagn fer af húsunum um kl.09:15
Þegar rafmagn kemur aftur á kl.11:05 bilar einn af svissunum
á Skógarvegi 20 - sv20-sw01g.
Nýr sviss var settur í hans stað og lauk þeirri vinnu um kl.14:00

Rafvirki FS mun setja rafmagnsfjöltengi, með spennuvörn, við alla 
svissa í húsunum.
Þetta er í þriðja skipti sem sviss á Skógarvegi eyðilegst vegna
straumrofs.

Miðvikudagur 17. apríl 2024
Bilun í sýndarvélahóteli kl 08:50 veldur víðtækum truflunum
á HInet.

	Báðir DHCP þjónar óvirkir (úthlutun IP talna)
	Báðir RADIUS þjónar óvirkir (auðkenning á þráðlausum netum)
	Þrír af fjórum endurkvæmum nafnaþjónum  óvirkir
	Upprunanafnaþjónn hi.is óvirkur 
	Tækjaskrá HInet óvirk
	Auðkenning á heimasamböndum óvirk

Unnið er að viðgerð.

Miðvikudagur 13. mars 2024
Sviss sg14-sw00g hættir að senda umferð. Ekkert cdp neighbour.
Ekkert í loggum og öll interface uppi.
Sama bilun í sama sviss frá 26/5 2023, 16/1 2019, 21/3 2018 og 31/10 2017?
Svissinn endurræstur og samband komst aftur á um kl.07:15

Þriðjudagur 12. mars 2024
Sviss nh16vs-sw03g færður af nh16vs-sw02g yfir á nh16vs-sw04g,
til þess að búa til pláss fyrir nh16vs-sw07g.

nh16vs-sw07g verður tengdur beint við nh16vs-sw09g til þess
að búa til Virtual Chassis fyrir sýndarvélahótel UTS.


Föstudagur 16. febrúar 2024
Sviss e12-sw00g hættir að senda umferð.
Ekkert cdp neighbour. Ekkert í loggum og öll interface uppi.
Sama bilun og áður - verðum að skipta um ME360x svissana sem
eru í E12 og SG14. 

Svissinn var endurræstur og samband komst aftur á eftir 2 klst. 

Föstudagur 19. janúar 2024
Samband við Háskólasetur á Tryggvagötu 13 á Selfossi rofnaði kl.04:40.
Lekaliði fyrir tengiskáp hafði slegið út.
Orsök er ókunn.
Rafmagn komst á aftur um kl.09:15

Þriðjudagur 9. janúar 2024
Sérstakt net fyrir síma lagt niður í Odda. Net 130.208.146.0/25 og 2a00:c88:4000:8005::/64 
afskráð. Sýndarnet 545 afskráð og svissaport flutt á húsnet Odda (645).

Mánudagur 8. janúar 2024
# Cisco sendir sth-wl43 og sth-wl44 tengjast ekki controller

Cisco sendir með útrunnið skírteini getur ekki tengst WLC
Sjá: https://www.wiresandwi.fi/blog/cisco-wlc-or-ap-device-certificate-expired-what-you-can-do
og https://www.cisco.com/c/en/us/support/docs/field-notices/639/fn63942.html

Sendirinn kemst ekki í samband við WLC því skírteinið á sendinum er útrunnið.
Til þess að laga það þá þarf að uppfæra hugbúnað á sendinum.
Það er gert með því að færa klukkuna á WLC aftur fyrir dagsetninguna
sem er á skírteininu á sendinum og láta WLC uppfæra hugbúnaðinn.
Laga síðan klukkuna á WLC með því að skilgreina aftur NTP.

Þriðjudagur 19. desember 2023
Ath. - Sama og gerðist 8.janúar 2019

Tengi í patchpanel, fyrir SC tengi, á MM fíbersambandi á milli Tæknigarðs og
VR2 er laust og olli sambandsleysi á milli kl. 09:00 og 10:15.
Tengin verða lagfærð í dag eða á morgun.

Mánudagur 11. desember 2023
Sviss ag9-sw02g bilaði eftir straumrof sem varð vegna vinnu í tengiskáp á Aragötu 14.
Virkar tengingar á ag9-sw03g fluttar yfir á ag9-sw03g sem og uplinkur.

Settir verða nýir svissar á Aragötu 9 og 14.

Miðvikudagur 29. nóvember 2023
Net 130.208.67.0/25 (Norvol Askja vlan 641) og 130.208.70.0/24 (Raunvísindastofnun Tæknigarður vlan 652)
lögð niður og tæki flutt á viðkomandi húsnet.

Fimmtudagur 26. október 2023
Sviss ht1-sw09g varð sambandslaus aðfararnótt 24.okt.
Samband komst aftur á kl.08:40 þann 26.
Orsökin reyndist vera ljósleiðarapar á milli dreifiskáps í kjallara
og tengiskáps á 3.hæð.
Rafvirki var búinn að athuga hvort það væri ljós á parinu og það reyndist
vera í lagi en hann mældi ekki styrk merkisins.
Það mun verða gert.
Sambandið var sett á par ljósleiðarapar #2 og þá varð tengingin virk.

Föstudagur 20. október 2023
Varaaflgjafi í Odda, od-ups00, bilaði kl.11:25 vegna rafmagnstruflunar
sem varð vegna bilunar í Sultartangavirkjun.
Við það urðu svissa í skáp A í Odda rafmagnslausir.
Skápur A var settur á bæjarrafmagn og netsamband komst aftur á kl.12:05

Mánudagur 18. september 2023
08:30
Bilað PowerSupply í gi-sw19g veldur sambandsleysi á hluta 3.hæðar í Gimli
og á eftirtöldum sendum;
gi-wl09		Gimli, 1.hæð
gi-wl10		Gimli, 3.hæð austur
gi-wl11		Gimli, 3.hæð norður
gi-wl12		Gimli, 3.hæð vestur
Unnið er að viðgerð.

09:50
Viðgerð lokið

Þriðjudagur 12. september 2023
Lindargata 42 sambandslaus kl.10:50 vegna viðgerða á rafmagnsstreng.

Miðvikudagur 18. ágúst 2023
Samband HInet við Eirberg um Læknagarð rofið um kl 10:00. Einnig samband milli
Stakkahlíðar og Læknagarðs. Virðist vera slit/skemmd á ljósleiðara í nágrenni
Læknagarðs. 

Ekki hafa borist tilkynningar um rof frá Gagnaveitu (Ljósleiðaranum)...
en eftirfarandi tengingar þeirra eru rofnar:

  PL2010 Læknagarður - Stakkahlíð
  PL1484 Læknagarður - Eirberg

13:00 - Tilkynning frá Ljósleiðaranum
 "Kerfislögn Ljósleiðarans var nú um hádegisbilið tjónuð af verktaka við Malbikunarvinnu.
  Ekki eru öll sambönd úti á strengnum enn sem komið er en nauðsynlegt er að fara í 
  neyðarrof til að skipta út strengnum og mun við það rofna öll sambönd á meðan á viðgerð stendur."

16:40 - Viðgerð lokið -- öll sambönd komin up.


Föstudagur 18. ágúst 2023
Sambandslaust við Gimli á milli kl.17:10 í gær til 06:50 í dag, vegna bilaðs UPS
í skáp 1.1.

Föstudagur 4. ágúst 2023
Sambandslaust við Stakkahlíð og Skipholt á milli kl. 12:00 og 12:40 vegna
þess að lekaliði Q.1 sló út.

Fimmtudagur 6. júlí 2023
Rafmagn sló út í skamma stund á Sæmundargötu 14 kl.15:15.
Þegar rafmagn kom aftur á þá sló út lekaliði/öryggi sem tengskápurinn
í SG14 er á og þar með varð netsambandslaust við SG14-SG20.
Samband komst aftur á kl.16:25

Fimmtudagur 6. júlí 2023
Dreifisviss í TG uppfærður.
Juniper EX4600 kemur í stað Cisco 3550.

Föstudagur 26. maí 2023
Sviss sg14-sw00g hættir að senda umferð. Ekkert cdp neighbour.
Ekkert í loggum og öll interface uppi.
Sama bilun í sama sviss frá 16/1 2019, 21/3 2018 og 31/10 2017?
Svissinn endurræstur og samband komst aftur á um kl.05:40

Miðvikudagur 10. maí 2023
Samband við setberg-sw02gp rofnaði um 19:45 í gær.
Sambandið koma aftur 15 mínútum seinna og datt síðan inn og út þar til ljósbreyta
í svissinum var tekin úr og sett aftur í. Það lagaði ástandið að hluta til og því 
var svissinn endurræstur. Ástandið lagaðist ekki við það.
Þá var skipt um báðar ljósbreyturnar, í svissinum og setberg01-gw. Það lagaði
sambandið.
Ekkert í loggum sm gat gefið skýringu á vandamálinu.

Samband komst aftur á um kl.08:45

Laugardagur 22. apríl 2023
Ljósleiðara strengur frá Gagnaveitunni, sem liggur nálægt Sögu, var grafinn í sundur.
Samband við eftirtalda staði rofnaði um kl.10:30;
PL3445	Háskóli Íslands	4071 Háskóli Íslands	9477 -  Lindargata 46a
PL2009	RH-net	4011 - Tæknigarður, Dunhaga 5	4068 - Kennaraháskóli ÍS, Stakkahlíð
PL5232	HI	4011 - Tæknigarður, Dunhagi 5, 107	1 - Þingholtsstræti 29, 101
PL2258	RH-net	2955 - HÍ Skógarvegi, Skógarvegur 18	4011 - Tæknigarður, Dunhaga 5

Samband komst aftur á um kl.18.

Fimmtudagur 23. mars 2023
Net í Skógarhlíð 8 (sh8) stækkað úr /27 í /26. 

Þriðjudagur 7.mars 2023
Peering samband við Símann/Mílu rofnaði í 15 mínútur.
Það hafði áhrif á eftirfarandi sambönd;
Aflfræðistofnun Selfossi
Fræðasetur Selfossi
Fræðasetur Laugarvatni
ADSL sambönd

Orsökin var breyting á service instance config á peering00-gw, sem
hafði þær afleiðingar að interface fór í administrative down.

Fimmtudagur 2.mars 2023
Sambandslaust við Tæknifræðisetur HÍ Skólabraut 3 í Hafnarfirði
frá kl.15:20 í gær, vegna þess að rafmagn sló út.
Samband komst aftur á kl.09:00

Mánudagur 15.janúar 2023
Rúter hif00-gw uppfærður í JUNOS 18.4R2.7, til þess að fá réttar umferðarmælingar.

Fimmtudagur 22.desember 2022
Skipt um viftu í sviss e24-sw03g

Laugardagur 17.desember 2022
Svissinn sem var settur í stað e2-sw01g reyndist bilaður.
Hann bilaði kl.21 þann 16.desember. 
Endurræstur kl.07:00 og skipt út kl.09:30

Föstudagur 16.desember 2022
Rafmagn sló út á Eggertsgötu 2 og eyðilagði sviss e2-sw01g.
Nýr sviss settur í staðinn og samband komst aftur á um 18:05

Föstudagur 9. desember 2022
Samband rofnaði við NGG vegna þess að öryggi fyrir rafmagnsgrein í tengiskáp
hafði slegið út.
Rafvirki FS fór á staðinn og sló inn örygginu.
Ekki vitað hvað olli því að öryggið sló út.
Sambandslaust á milli kl.07:00 og 08:10 

Fimmtudagur 8. desember 2022
Samband rofnaði við gro-sw06g í 10 mínútur.
Svissinn endurræsti en ekki er vitað hvað olli því.

Mðvikudagur 7. desember 2022
Samband rofnaði við svt-sw07g í 50 mínútur vegna þess að masónít plata var sett inn í
rýmið þar sem svissinn er og hún klemmdi nettengilinn fyrir svissinn, þ.a. hann missti samband.

Mánudagur 21. nóvember 2022
Brotinn tengill á ljósleiðarasnúru, á milli nhcn-sw03g og nhcn-sw02g á cn/management
neti í vélasal NH16, olli sambandsleysi í 20 mín. á milli kl.13:20 og 13:40.
Straumsnúra fyrir nhcn-sw03g var laus tengd við PDU og straumur rofnaði þegar 
ljósbreyta var hreinsuð.

Mánudagur 31. október 2022
Hugbúnaður í setberg01-gw uppfærður í 18.4R2.7 v.galla í umferðarmælingum.
gro00-gw var uppfærður 11.maí 2021 af sömu ástæðu.

Sunnudagur 23. október 2022
Skipt um rúter í Setbergi. Juniper EX4600 settur í stað Cisco 3750.
Gamli rúterinn nýttur áfram sem sviss.
Allir svissar nema setberg-sw01gp eru nú á 10Gb/s uplink.

Fimmtudagur 17. október 2022
Truflanir á samböndum á Eggertsgötu voru vegna vinnu veitna við að skipta
um rafmagnsmæla. UTS var ekki tilkynnt um þessa vinnu, heldur rafmagn rofið
af nettækjum án fyrirvara.

Eggertsgata sambandslaus frá 12:45 til 13:05. Sæmundargata 21 einnig sambandslaus vegna
baktenginga. 

Fimmtudagur 6. október 2022
Samband við Sæmundargötu 14-18 komið á kl 7:50 þegar lekaliða/öryggi
við rafmagnslögn í tækjaskáp var slegið inn af starfsmönnum UTS.

Miðvikudagur 5. október 2022

16:20 Samband við Eggertsgötu og Sæmundargötu 21 komið á, enn sambandslaust
ennþá við Sæmundargötu 14-18.

Sambandslaust við Stúdentagarða við Sæmundargötu og Eggertsgötu 
síðan kl 15:00 vegna rafmagnsleysis. Unnið er að viðgerð.

Þáðlaust net í Aragötu stækkað úr /27 í /26.

Þriðjudagur 4. október 2022
Stúdentagarðar og Laugarvegur 13 sambandslaus frá kl 06:20 til 09:40
vegna bilunar í beini í Aðalbyggingu. Endurræstur og
kemur upp aftur um 09:30. Engar upplýsingar fyrirliggjandi um ástæðu.

Þriðjudagur 14. september 2022
Samband við sviss e24-sw03g rofnar um kl.10:45.
Rafvirki FS fer á staðinn um kl.14:00 og telur alla svissa vera í gangi
en getur ekki staðfest að hann hafi fundið sviss e24-sw03g.
Starfsmaður UTS fer á staðinn um kl.15:30 og sér að svissinn er rafmagnslaus
vegna útsláttar.
Rafmagnstafla fyrir þessa grein fannst ekki og því var tengt við rafmagn
fyrir utan skápinn. Rafvirki FS ætlar að finna töfluna, slá inn
öryggi og færa rafmagnstengið aftur í skápinn.

Föstudagur 9. september 2022
TRS á Selfossi skipti um merkjabreytu og samband komst aftur á um hádegi.
Samband afl00-gw og peering00-gw var stækkað í 1Gb.

Mánudagur 5. september 2022
Biluð merkjabreyta frá Símanum olli því að samband við Aflfræðistöð á Selfossi rofnar kl.20:45.

Miðvikudagur 24. ágúst 2022
Alcatel 4400 símstöð í Læknagarði varð rafmagnslaus vegna bilunar í on/off rofa.
Rofinn festur til bráðabirgða með skrúfu, til þess að straumur héldist á stöðinni.
Búið að hafa samband við Boðleið, sem þjónustar Alcatel símstöðina, en Bjarki Þór var ekki við.

Mánudagur 22. ágúst 2022
13:20 Lokið við bráðabirgðaviðgerð. Sviss sg21-sw06g endurræstur og fluttur tímabundið
aftur fyrir sg21-sw07g. Samband við Sæmundargötu 21 komið á.

Sambandslaust á hluta stúdentagarða við Sæmundargötu 21 síðan 06:00 að
morgni þann 21. ágúst. Unnið er að bilanagreiningu.

Fimmtudagur 11. ágúst 2022
Skipt um sviss raun-sw06g þar sem hann, af ókunnum ástæðum, átti það
til að slökkva á sér.

Fimmtudagur 13. júlí 2022
Álag á rafmagnsfösum 1 - 3 í skáp B5 var jafnað út.
10 og 16 Amp straumfæðingar voru færðar af fasa 1 yfir á fasa 2 og 3.

Eftir tilfærslu er álag á varaaflgjafa;
		  L1	  L2	  L3
Current:	134.4 A	125.7 A	134.9 A

Og Power Modules redundancy er orðið n+2 en var n+0.

Miðvikudagur 13. júlí 2022
hinet-wlc01 endurræstur vegna þess að það var ekki hægt að tengjast honum yfir SSH.
Villumeldingin var;

"Connection reset by peer"
"ssh_exchange_identification: Connection closed by remote host."

Hugsanlega þessi hugbúnaðarvilla:
https://quickview.cloudapps.cisco.com/quickview/bug/CSCvv22531

Endurræsing lagaði vandamálið.

Þriðjudagur 28. júní 2022
Vegna viðgerða er rafmagnslaust á Sæmundargötu 14-20 og Eggertsgötu 2-22
28.júní kl.05:00-07:30.
Vegna þess að Eggertsgata er rafmagnslaus þá dettur Sæmundargata 21 líka út,
þar sem hún er tengd við dreifisviss á Eggertsgötu 12.
Rafmagn kom aftur á kl.05:45
Sæmundargata 14-20 var sambandslaus til kl.06:15 vegna þess að
lekaliði sló út.

Fimmtudagur 23. júní 2022
Sviss raun-sw06g varð sambandslaus í gær um kl.21 vegna þess að rafmagnssnúra
var ekki nægilega vel skorðuð í tengi.
Þetta var lagfært kl. 08:20 og samband komst aftur á.

Sunnudagur 19. júní 2022
Rafmagnslaust á Eggertsgötu, Sæmundargötu og Laugavegi 13.
Rafmagn kom á um kl.13:15.
Sæmundargata 14-20 var sambandslaus til kl.16:35 vegna þess að
lekaliði sló út.

Tilkynning á vef Veitna:
08:53: Búið er að staðsetja bilun og unnið er að viðgerð. Vonast er til að allir verði komnir aftur með rafmagn innan Klukkutíma og flestir fyrir það.
08:22: Enn stendur yfir bilanagreining. Um er að ræða stórt svæði sem er rafmagnslaust í miðbæ 101. 
07:35: Vegna bilunar er rafmagnslaust við Skólavörðustíg, Smiðjustíg, Bjarnastíg, hluta af Laugarvegi, Njálsgötu og nágrenni í 101. Nánar um svæði og viðgerð um leið og vitað er meir.

Föstudagur 3. júní 2022
Framkvæmdir eru í gangi á Egertsgötu 10.
Verktakar boruðu í sundur netlögn í sviss e10-sw00g.
Unnið er að viðgerð.

Mánudagur 9. maí 2022
Gróska/Vísindagarðar sambandslaus á milli kl.00:30 og 07:30, vegna bilaðrar ljósbreytu.
Ljósbreytan er frá AddOn Networks.

Föstudagur 25. mars 2022
Sambandslaust við Sæmundargötu 14-20 og 21 og alla Eggertsgötu frá kl. 00:05 í nótt,
vegna vinnu við spennistöð á Eggertsgötu 6.

Þriðjudagur 22. mars 2022
eduroam auðkenning virkar ekki í 3,5 klst. vegna misbrests á stillingum  á tengingu eduroam RADIUS þjóna við AD þjóna.

Úr atvikaskrá kerfisstjóra:
"Við nánari athugun kom í ljós að holmavik leyfði tengingar með SMB version 1 en hinir AD netþjónarnir dc01 og sudavik leyfðu það ekki.
Eduroam og vpnx eru að nota SMB version 1, sem er bæði eldgömul og talin mjög óörugg.
Með því að leyfa SMB version 1 tengingar á dc01 og sudavik fóru Eduroam og vpnx að virka á nýjan leik."

Af þessu sést að það er brýn þörf á að eduroam RADIUS þjónunum sé kerfisstýrt.


Sunnudagur 20. mars 2022
Rúter á Keldum keldur00-gw uppfærður í 122-55.SE10, svo hægt sé að
virkja IPv6.

Sunnudagur 6. mars 2022
Svissar logb-sw00g og logb-sw01g í Lögbergi uppfærðir og einum bætt við.
Lögberg er tengt við ab03-gw á 10Gb/s

Laugardagur 26. febrúar 2022
Rafmagnstruflun kl.16:00 þann 25.2 veldur því að UPS ht-ups00 í skáp 3.2 á Háskólatorgi bilar.
Svissar ht-sw09gp, ht-sw10g, ht-sw12g og ht-sw15gp fá ekki rafmagn.
Svissarnir tengdir beint í bæjarrafmagn kl.12:00 þann 26.2.

Mánudagur 7. febrúar 2022
Rafmagn fer af háskólasvæði (nema Neshaga/Haga) kl 03:03, kemst á aftur
kl 03:24. Tenging við Nýja Garð kemst ekki á eftir straumrof. Unnið að athugun
á ástæðum þess.  Einnig er tenging við Þigholtsstræti 29 úti.

Föstudagur 14. janúar 2022
Skipt um rúter ng00-gw.
Gamli 3750 rúterinn settur aftur upp, með nýju PS og nýrri viftu.
Sá sem var fyrir var með biluð port, nánar tiltekið 2 port á hverju ASIC.
Port sem eru á hw-i nr.2 og 3 virkuðu ekki.

Þriðjudagur 11. janúar 2022
Sviss nf-sw10gp í Öskju uppfærður

Mánudagur 3. janúar 2022
Sviss nf-sw05gp í Öskju uppfærður

Þriðjudagur 28. desember 2021
Sviss nf-sw08gp í Öskju uppfærður

Fimmtudagur 23. desember 2021
Sviss nf-sw07gp í Öskju bilaði kl. 20:45 þann 22.12.
Svissinn hét áfram að flytja pakka á ljósleiðarportum.
Skipt um sviss og samband komst aftur á um kl.08:55

Miðvikudagur 22. desember 2021
Jaðarrúter rhnet00-gw endurræstur kl.05:35.
Engin villumelding í loggum og ekkert pakkatap á interfaceum/netkortum.
Endurræsingin virðist hafa lagað það sem orsakaði pakkatapi.
Fyljgast þarf með ástandi rútersins og útvega varabúnað.

Þriðjudagur 21. desember 2021
Þann 8. desember sl. kom upp vélbúnaðarbilun í rhnet00-gw 
(jaðarrúter HInet í Tæknigarði). Þessi bilun veldur pakkatapi 
á umferð sem fer út af HInet eða kemur inn á HInet um þennan rúter.

Unnið er að lausn.

Fimmtudagur 16. desember 2021
Rúter ng00-gw bilaði um kl.13:30.
Skipt um rúter og var samband komið aftur á um kl.15:10

Laugardagur 11. desember 2021
Varaaflgjafi í Aðalbyggingu bilar kl 07:30. Rúter ab03-gw
aðeins með rafmagn á einum aflgjafa. Fari rafmagn í Aðalbyggingu verður
fjöldi húsa á Hákskólasvæði austan Suðurgötu sambandslaus.

Föstudagur 10. desember 2021
Stillingum fyrir Advanced EAP á Cisco WLC og Group Rekey Interval á Unifi controller 
var breytt úr 3600 sek. í 86400.
Sumir WiFi clientar missa samband þegar lykill er endurnýjaður.

Þriðjudagur 7. desember 2021
Sviss nf-sw16gp bilaði um kl. 07:00.
Skipt var um sviss og komst hann í gagnið um kl. 09:45.

Föstudagur 3. desember 2021
Lokið við að taka niður þráðlaus net í Þjóðarbókhlöðu á vegum UTS.
Eduroam net í bókhlöðu nú á vegum Landsbókasafns, IPv6 net tekin niður
og afskráð. Tengingu við Vodafone HS lokað.

Miðvikudagur 1. desember 2021
Samband við VR1 flutt af tg01-gw yfir á tg02-gw

Þriðjudagur 30. nóvember 2021
Sambönd við Neskirkju og Sögu flutt af tg01-gw yfir á tg02-gw

Mánudagur 29. nóvember 2021
Sambandslaust við VR2 v.losaralegrar tengingar ljósleiðara í patch panel í TG.
Við undirbúningsvinnu v.tg02-gw losnaði SC tengið sem VR2 sambandið er í.
Það var ekki fyllilega smellt í skóinn og við það rofnaði sambandið.

Miðvikudagur 24. nóvember 2021
Rúter tg02-gw tengdur við tg03-gw.
Næsta skref er að færa sambönd af tg01-gw yfir á tg02-gw.

Miðvikudagur 24. nóvember 2021
Samband við Þingholtsstræti 29 flutt af tg03-gw yfir á tg01-gw.
Liður í útskiptum á tg01-gw.
Sambönd á tg01-gw verða flutt yfir á nýjan rúter tg02-gw.

Þriðjudagur 23. nóvember 2021
SímaVLAN 577 tekið niður á Laugavegi 13. Net 130.208.105.64/27
og 2a00:c88:4000:8004::/64 afskráð.

Mánudagur 15. nóvember 2021
VR1 varð sambandslaust kl.15:25 þann 14.nóv.
Orsökin var biluð ljósbreyta.
Samband komst aftur á kl.09:35 þann 15.nóv.

Laugardagur 6. nóvember 2021
Varaaflgjafi í aðaltengiskáp í Læknagarði, lg-ups00, byrjar að tilkynna að
batterí sé ekki almennilega tengt kl.22:31 þann 5.nóv.
Kl. 08:55 var prófað að endurræsa varaaflgjafann og við það kom upp villa;
 06.11.2021	08:56:19	UPS: An abnormal output voltage exists.
 06.11.2021	08:56:09	UPS: The output power is turned off.

Búnaður, sem var tengdur varaaflgjafanum, var færður yfir á bæjarrafmagn.
lg-sw04g, lg-sw05g, lg-sw08g og 2 þráðlausir sendar.
Samband komst aftur á kl.09:45

lg-ups00 þarf að laga og tengja aftur framangreindan búnað við varaafl.

Miðvikudagur 3. nóvember 2021
Jafningjasamband við Símann stækkað í 10Gb/s

Fimmtudagur 28. október 2021
17:20 Rafmagni komið á aftur og netsamband þar með.

Rafmagnslaust í Öskju, Vísindagörðum og stúdentagörðum við
Sæmundargötu og Eggertsgötu síðan kl 16:30.

Fimmtudagur 21. október 2021
Skipt um senda og svissa á Laugarvatni.
Svissar lv-sw01g, lv-sw02g og lv-sw04gp í tölvuveri kjallara,
geymslu nemendagangi 2.hæð og inntaksskáp kjallara, voru teknir
niður þar sem engin þörf er á þeim og þeir orðnir úreltir.
Svissar lv-sw00g og lv-sw03g uppfærðir og settir PoE svissar.
Skipt um senda og settir Autonomous 1140 sendar í stað 1240.
Umsjónarmaður á LV mun sjá um að láta festa sendana upp í loft.

Míla uppfærði sambandið við LV í 1Gb/s í sumar.

Fimmtudagur 21. október 2021
Rafmagnstruflanir í vesturbæ 09:54 - 10:40. Skápur TS3.2 í 
Háskólatorgi sambandslaus. Studentagarðar við Eggertsgötu og
Sæmundargötu sambandslausir á meðan.

Sambandslaust við Stakkahlíð frá milli kl. 00:25 og 04:20 vegna
vinnu við ljósleiðara. Tengingar Stakkahlíðar við Tæknigarð
og við Læknagarð rofnar samtímis.

Föstudagur 15. október 2021
Samband við sviss ab-sw00g rofnaði um kl.17:30 þann 14.október
vegna þess að rafvirki víxlaði ljósleiðara pari.
Lagað kl.08:30 þann 15.október.

Laugardagur 9. október 2021
Jafningjasamband (e.peering) á milli HÍ og Símans flutt af
atm-gw yfir á peering00-gw.
Samband við fjarnet var úti í 10 mín.

Fimmtudagur 7. október 2021
SímaVLAN 512 tekið niður í Setbergi. Net 130.208.110.64/27
og 2a00:c88:4000:800a::/64 afskráð.

Fimmtudagur 30. september 2021
Dreifisviss í Nýja Gamla garði bilar um kl 14:00. Netlaust
í húsinu (nýja hluta Gamla garðs) þar til sviss er endurræstur
kl 08:15 1. október 2021.

Föstudagur 24. september 2021
Net á Stúdentagörðum við Skógarveg bilað síðan 15 sept. 

Vegna galla í ákveðnum tegundum heimarútera (D-Link) verða
reglulegir pakkastormar sem gera netið ónothæft fyrir alla
á meðan. Þessi bilun er virkjuð þegar viðkomandi rúter fær
sérstaka GRE umferð utan frá.

23. sept var GRE umferð út á Skógarvegsnetið lokað sem 
dregur úr líkum þessa -- skipta þarf um gallaða D-Link rútera. 

Mánudagur 6. september 2021
18:00 Öll sambönd komin í lag.

Tilkynning frá Gagnaveitu Reykjavíkur:
Gröfumenn slíta heimtaugar streng inn í læknagarð unnið er að viðgerð

Sambandslaust við Skógarhlíð 8, Eirberg og Brautarholt 7 frá kl 13:00
vegna ljósleiðaraslits í kerfi Gagnaveitu við Læknagarð.

Þriðjudagur 2. september 2021
Truflanir á innra sambandi milli hagi-sw00 og hagi-sw06 síðan
kl 08:19 - veldur rofi á vírðuðu og þráðlausu neti í hluta Haga
öðru hverju. Skipt um ljóstengi og tengisnúrur.

Mánudagur 30. ágúst 2021
Tenging Aflfræðistofu á Selfossi rofin síðan kl. 7:30. Bilun
í ljósbreytu. Síminn skiptir um breytu um 10:00 (þriðjudag).

Fimmtudagur 5. ágúst 2021
Svissar og sendar, sem settir voru upp til bráðabirgða á Hótel Sögu,
voru teknir niður og afskráðir.

Miðvikudagur 4. ágúst 2021
Skipt um sviss ag9-sw02g á Aragötu 14 og bætti við sviss fyrir
úthringisímtæki.

Föstudagur 23. júlí 2021
Skipt um svissa í skáp A í Odda.
Svissar; od-sw00g, od-sw01g og od-sw13g uppfærðir og sviss od-sw09g afskráður.
Sviss od-sw11gp kom í hans stað.
Allir svissar í skáp A tengdir beint við dreifisviss od-sw08g á 10Gb/s.

Miðvikudagur 26. maí 2021
SímaVLAN 530 tekið niður á Háskólatorgi.

Miðvikudagur 19. maí 2021
Míla skipti um búnað á Laugarvatni og stækkaði í leiðinni 
samband HÍ í 1Gb/s.
Ómar Rafn hjá Mílu útvegaði SFP fyrir lv00-gw og setti
í uplink portið, í stað TX SFP sem var í notkun.
Skv. Kristjáni hjá Mílu verður mánaðargjald óbreytt.

Föstudagur 14. maí 2021
Lokið við að skipta um nöfn IP talna á stúdentagörðum.

Þriðjudagur 11. maí 2021
Rúter gro00-gw í Vísindagörðum uppfærður úr 18.1R3-S6 í 18.4R2.7

Fimmtudagur 6. maí 2021
Netið í Skógarhlíð 8 stækkað. Fært út 130.208.110.96/28
í 130.208.110.96/27 og gátt breytt í 130.208.110.126.
IPv6 net óbreytt.

Miðvikudagur 5. maí 2021
Skipt um net í Norræna húsinu.
Netið sem var fyrir í húsinu verður notað í Skógarhlíð 8.
IPv6 net óbreytt.

Mánudagur 22. mars 2021
Þráðlausir sendar gátu ekki tengst hinet-wlc00

Rafmagnstruflun í símaklefa í STH olli því að sendar tengdir þeim 
svissum sem urðu sambandslausir - sth-sw00g, 01g, 05g, 17g, 20g og 21g
misstu samband við hinet-wlc01.
Þegar samband komst aftur á þá gátu sendarnir ekki tengst vegna galla
í WLC hugbúnaði.
Sjá: https://community.cisco.com/t5/wireless/help-me-problem-with-wlc-and-ap/td-p/1958404
https://www.f1-consult.com/cisco/wlan/wlc/ap-not-joining/

hinet-wlc00 er með raðnúmerið: FCW1515L04J
sem þýðir að hann var framleiddur í apríl 2011.

Workaround er að slökkva á cert tékki;
config ap cert-expiry-ignore mic enable
config ap cert-expiry-ignore ssc enable

Mánudagur 22. mars 2021
Sunnudagur kl15:25
Netsamband í skáp 2.1 í Gimli rofnaði vegna bilaðs UPS gi-ups02.
Svissar voru tengdir beint í bæjarrafmagn kl. 07:00

Þriðjudagur 9. febrúar 2021
Bilun í kerfi Mílu/Símans þann 8.febrúar olli því að heimtengingar nemenda og starfsmanna
rofnaði eftir RADIUS re-auth.
Notendur fengu login ok og IP tölu en ekkert samband.
Bilanagreining með starfsmanni Mílu gaf til kynna rútunar villu hjá Mílu.
Rúter Mílu gat ekki pingað IP tölu hjá notanda en LNS'inn gat það.
Þetta komst í lag um 18:30 þann 8.febrúar - að því er virðist án vitneskju
Mílu, því þeir tilkynntu og framkvæmdu neyðaraðgerð vegna vandamála í IP búnaði
eftir miðnætti.
Enging skýring hefur komið frá þeim varðandi orsök bilunarinnar. 

Mánudagur 25. janúar 2021
06:40
Sviss gi-sw19gp í Gimli endurræstur.
Skipt um sviss gi-sw12g.

Fimmtudagur 21. janúar 2021
12:00 - Ekki hefur verið vart við nettruflanir á HInet utan við Háskólatorg
og Gimli. Netbúnaður í þeim virðist hafa sloppið þrátt fyrir vatnstjón.

06:45 - Uppfært
Stór kaldavatnsæð rofnaði og lak vatn í miklu magni inn í byggingar HÍ.
Á þessari stundu er ekki vitað um nettruflun í öðrum byggingum.

06:15 - Rafmagn sló út kl.01:35 á Háskólatorgi og í Gimli.
Varaaflgjafar (batterí) í skápum kláruðu afl einn af öðrum uns sá síðasti varð
afllaus kl.02:30 og bæði hús urðu sambandslaus í kjölfarið.

Laugardagur 16. janúar 2021
Rafmagn sló út kl.02:00 á Skógarvegi 20, í þeim hluta hússins sem verið er að lagfæra.
Við það rofnaði samband við hinn hluta hússins, sem er í útleigu.

Kl. 10:00 var tengt framhjá sviss sv20-sw00g og tengt beint í sviss sv20-sw01g.
Þetta þarf að færa til baka áður en húsið verður allt tekið í notkun.

Miðvikudagur 23. desember 2020
Dreifisviss e12-sw00g hættir að svissa umferð á þremur portum
um kl.02:25 aðfararnótt 23. desember.
Það eru port Gi0/5,Gi0/6 og Gi0/7 sem hætta að virka.
Umferð á öðrum portum var eðlileg.
Svissinn var endurræstur kl.08:00 og kom þá sambandið upp á
öllum portum.

Fimmtudagur 26. nóvember 2020
Þráðlaus sendir settur upp í stofu 352 í VR II.

Miðvikudagur 28. október 2020
Sambandslaust við VR2 frá kl 08:08 til kl 08:20. Rafmagn var
tekið af húsinu án fyrirfram tilkynningar.

Sunnudagur 11. október 2020
Skipt um svissa í Endurmenntun.
Svissar; tg-sw03gp, tg-sw07g, tg-sw10g og tg-sw11g eru nú með 1Gb/s access og 10Gb/s uplink.

Föstudagur 11. september 2020
Skipt um netkort í stjórnstöð í InROW kæli A10. Kæling komin í lag

Fimmtudagur 20. ágúst 2020
Skipt um dreifisviss í Odda.
Juniper EX4600 settur í stað gamals Cisco 3500.

Þriðjudagur 18. ágúst 2020
16:12 Samband við Læknagarð komið upp.

15:29 Samband við Tæknigarð komið upp. Nettenging við Stakkahlíð í lagi.

10:38 Bilun fundin og Gagnaveita áætlar að viðgerð verði lokið kl 20:00 í dag.

10:07 Gagnaveita tilkynnir ljósleiðaraslit við Flókagötu

Ekkert samband við Stakkhlíð frá 09:25 -- báðar tengingar HInet (úr Tæknigarði
og úr Læknagarði eru rofnar). Unnið að bilanaleit. Sambönd HInet við
Stakkahlíð virðast því vera á sama ljósleiðarastreng eða samliggjandi 
leiðurum hluta leiðarinnar.

Fimmtudagur 13. ágúst 2020
InROW skápur A10 sýndi villu: "InRow RP: Internal communication not established."
Og skápur B4: "InRow RC: Group communication lost."
Kl. 10:05 var skápur A10 endurræstur með Cold Start, skv. leiðbeiningum frá Birgi,
en það dugði ekki til. Viftur fóru ekki af stað og sama villumelding birtist.
Hringt í Þórhall hjá Origo og hann beðinn um aðstoð.

### Uppfært
Netkort í stjórnstöð í A10 er bilað.
Þórhallur ætlar að panta nýtt frá birgja og vonast til þess að fá það í hús
eftir helgi.

Föstudagur 17. júlí 2020
Jaðarrúter rhnet01-gw endurræstur v.minnisleka.
Sjá: https://www.hinet.hi.is/routerstat/

Sunnudagur 12. júlí 2020
Árnagarður sambandslaus milli kl 13:30 og 16:00. Ástæða óþekkt.

Laugardagur 11. júlí 2020
13:30 Sunnudagur 12. júlí -  samband/straumur kemst á svissa aftur. Varaaflgjafi
ennþá sambandslaus.

Svissar í skáp 1.1 sambandslausir frá kl 16:30. Varaaflgjafi sambandslaus. 
Ástæða óþekkt en virðist straumleysi og/eða bilaður varaaflgjafi.

Föstudagur 3. júlí 2020
Svissar í IP module 1 og 2 á FLEX-0 og FLEX-1 settir í TRUNK á móti nh16vs-sw02g og nh16vs-sw05g.
Internal port á svissunum sett í TRUNK með native 443 eða 465, til þess að taka á móti ótaggaðri
umferð frá nóðum, uns portum á nóðunum hefur verið breytt í TRUNK.

Þriðjudagur 22. júní 2020
Sambandslaust varð við Öskju kl. 21:10 í gærkvöldi vegna rafmagnsleysis.
Lekaliði Q14 í rafmagnstöflu í inntaksrými hafði slegið út.
Lekaliði settur inn kl.05:50 og samband komst á í framhaldi af því.

Sunnudagur 20. júní 2020
Kl.07:15 var netsamband 143 nets flutt yfir á nh16vs-sw02g og nh16vs-sw05g.
Sviss nh16nc-sw00g endurskírður nh16vs-sw03g og IP tölu á 165 neti.
Nýtt config sett á nh16-bsw01 og nh16nc-sw00g/nh16vs-sw03g og þeir endurræstir.
Samtenging á milli Module 2 á FLEX-0 og FLEX-1 rofin, FLEX-0 tengt við nh16vs-sw02g
FLEX-1 tengt við nh16vs-sw05g.
Sviss nh16nc-sw01g verður afskráður.
143 og 165 net eru nú sameinuð á svissum og VLAN vædd.
Module 2 á FLEX-0 og FLEX-1 eru nú tengd beint við nh16vs-sw02g og nh16vs-sw05g.
Port Te1/1 og Te1/14 á nh1600-gw aftengd.

2 nóður á FLEX-0 slökktu á sér, nóður flex001 og flex005. Það tók smá tíma að finna út úr því.

Mánudagur 15. júní 2020
Samband við svissa á Eggertsgötu 26 - 34 og á Sæmundargötu 21 rofnaði 
um kl.07:50 þann 14.júní.
Loggar á e12-sw00g gáfu til kynna að það væri link-flap villa;
"%PM-4-ERR_DISABLE: link-flap error detected on Gi0/7, putting Gi0/7 in err-disable state"
Ekkert í loggum á öðrum svissum.
Prófað að breyta stillingum á link-flap detect á e12-sw00g um kl. 10.00 þann 14.júní.
Eftir það rofnaði sambandið 2svar þann 14. uns það byrjaði stöðugt að slitna og koma aftur á
upp úr miðnætti.
Loggar á e12-sw00g að morgni 15. gáfu til kynna að eitthvað annað væri að heldur en link-flap;

*Jun 15 04:22:51.579: %LINK-5-CHANGED: Interface GigabitEthernet0/23, changed state to administratively down
*Jun 15 04:22:51.583: %LINK-5-CHANGED: Interface GigabitEthernet0/24, changed state to administratively down
*Jun 15 04:22:51.591: %LINK-5-CHANGED: Interface Vlan1, changed state to administratively down
*Jun 15 04:22:53.027: %LINK-3-UPDOWN: Interface GigabitEthernet0/2, changed state to up
*Jun 15 04:22:53.027: %LINK-3-UPDOWN: Interface GigabitEthernet0/3, changed state to up
*Jun 15 04:22:53.035: %LINK-3-UPDOWN: Interface GigabitEthernet0/4, changed state to up
*Jun 15 04:22:53.035: %LINK-3-UPDOWN: Interface GigabitEthernet0/5, changed state to up
*Jun 15 04:22:53.071: %LINK-3-UPDOWN: Interface GigabitEthernet0/6, changed state to up
*Jun 15 04:22:53.179: %LINEPROTO-5-UPDOWN: Line protocol on Interface Vlan2, changed state to up
*Jun 15 04:22:54.027: %LINEPROTO-5-UPDOWN: Line protocol on Interface GigabitEthernet0/2, changed state to up
*Jun 15 04:22:54.027: %LINEPROTO-5-UPDOWN: Line protocol on Interface GigabitEthernet0/3, changed state to up
*Jun 15 04:22:54.035: %LINEPROTO-5-UPDOWN: Line protocol on Interface GigabitEthernet0/4, changed state to up
*Jun 15 04:22:54.035: %LINEPROTO-5-UPDOWN: Line protocol on Interface GigabitEthernet0/5, changed state to up
*Jun 15 04:22:54.071: %LINEPROTO-5-UPDOWN: Line protocol on Interface GigabitEthernet0/6, changed state to up
*Jun 15 04:22:54.423: %LINK-3-UPDOWN: Interface TenGigabitEthernet0/1, changed state to up
*Jun 15 04:22:54.431: %LINK-3-UPDOWN: Interface TenGigabitEthernet0/2, changed state to up
*Jun 15 04:22:55.423: %LINEPROTO-5-UPDOWN: Line protocol on Interface TenGigabitEthernet0/1, changed state to up
*Jun 15 04:22:55.431: %LINEPROTO-5-UPDOWN: Line protocol on Interface TenGigabitEthernet0/2, changed state to up

Á þessum tíma náðist ekki samband við svissana á Eggesrtsgötu og takmarkað samband við svissana í Sæmundargötu 21.

e12-sw00g endurræstur kl.06:33 og náðist þá samband við svissa á sg21 en ekki á Eggertsgötu.
Interface á e12-sw00g á móti e34-sw00g sýndi connected en á e34-sw00g var það down.
Skipti um GBIC á e34-sw00g og þá kom sambandið aftur upp. Prófaði ekki að nota gamla GBICinn þ.a.
ég veit ekki hvort það sé í lagi og að það hafi í raun verið nóg að disable/enable GBICinn.

Föstudagur 12. júní 2020
Bilun í kælibúnaði á Neshaga 16.

Kl. 15:43 í gær, þann 11.júní, kom melding frá nhapc-ircA10;
"Critical - InRow RC: Internal communication not established."
Í beinu framhaldi af því kom melding frá nhapc-B04;
"Warning - InRow RC: Group communication lost."
Og frá eftirlitskerfi UTS;
"nhapc-irca10 -- AÐVÖRUN - Kæling niður fyrir 0.5Kw (-1)"

Þann 12.júní kl. 11:09 var Management Interface á nhapc-A10
endurræst en það lagaði ekki bilunina.
Þetta þarf að athuga betur.

Þriðjudagur 19. maí 2020
Skipt um rúter ng00-gw vegna hugsanlegrar bilunar í uplink porti.

Tveir svissar í skáp 3.1 settir á bæjarrafmagn vegna bilunar í UPS ht-ups01.
Bilunin er búin að vera í langan tíma en ekkert hefur verið gert, þetta VERÐUR að laga.
Þriðji svissinn í skápnum er enn tengdur við ht-ups01 vegna skorts á rafmagnstenglum í skápnum.

Mánudagur 27. apríl 2020
12:30 Sambandslausar byggingar og svissar komnir inn aftur. Máli lokið.

10:08 Rafmagn kemst á aftur. Nýi Garður og Árnagarður eru enn sambandslausir, ásamt hluta 
Aðalbyggingar og Háskólatorgs. Bilaðir svissar eða útsláttur.

10:00 HInet sambandslaust í Aðalbyggingu, Veröld, Háskólatorgi, Lögbergi
og Nýja Garði þar sem varaafl hefur runnið út.

Rafmagnslaust í hluta vesturbæjar frá 09:36. Unnið er að bilanagreingu.

Fimmtudagur 16/24. apríl 2020
Uppfært 24.apríl 07:30
Samband ab03-gw <-> ng00-gw fært af porti Te1/6 yfir á port Te1/9
og skipt aftur um ljósbreytur og patchkapla.
Það eru enn villur og pakkatap á sambandinu.

Viðvarandi villur á sambandi við Nýja Garð. Skipt um 
ljósbreytur, bæði í ng00-gw og ab03-gw og um tengi-kapla, en án
árangurs. Einnig var sambandi fært á nýtt leiðarapar milli
Aðalbyggingar og Nýja Garðs.

GigabitEthernet1/0/1 is up, line protocol is up (connected) 
  Hardware is Gigabit Ethernet, address is 0012.80e3.b841 (bia 0012.80e3.b841)
  Last clearing of "show interface" counters 1d23h
     460235 input errors, 216 CRC, 0 frame, 0 overrun, 0 ignored

þ.e. 2-3 villupakkar á sek  1.3% pakkatap.

Villur eru viðvarandi á sambandinu þrátt fyrir þetta. Sjá
https://www.hinet.hi.is/smokeping/smokeping.fcgi?target=NG.NG1

Þriðjudagur 14. apríl 2020
Uppfært kl.10:45
Samband komst aftur á eftir cold start á svissinum.

06:00 Samband við sviss lv13-sw03g rofnaði eftir endurræsingu eftir uppfærslu í k9 image.
Starfsmaður UTS mun fara á staðinn fyrir hádegi og athuga svissinn.

Þriðjudagur 14. apríl 2020
Sviss gi-sw12g upfærður í k9 image og endurræstur.
Linkur kom ekki upp vegna þess að patch snúran í uplink var krossuð.
Skipt um snúru og þá kom sambandið upp.

Þriðjudagur 7. apríl 2020
Uppfærsla á image á sth-sw07g, úr 12 í 15, varð til þess að svissinn
fór í endurræsingar lykkju.

POST: PortASIC CAM Subsystem Tests : End, Status Passed
POST: PortASIC Port Loopback Tests : Begin
POST: Failed PortPhyLoopback Packet Test asic_index 8 port_hardware_index 3
POST: Failed PortPhyLoopback Packet Test asic_index 8 port_hardware_index 0
POST: Failed PortPhyLoopback Packet Test asic_index 8 port_hardware_index 1
POST: PortASIC Port Loopback Tests : End, Status Failed
Error: ASIC/PHY POST failed. Cannot continue.
%Software-forced reload
 00:01:57 UTC Mon Mar 1 1993: Unexpected exception to CPUvector 2000, PC = 14CEC64 
-Traceback= 0x14CEC64z 0x5BFB4Cz 0x4823BCz 0x143B6FCz 0x143B8BCz 0x143B9D8z 0xEA4A38z 0xEA4C78z 0x14CFF48 

Á endanum var sett k9 image - 12.2-55.SE12 á svissinn.

Mánudagur 30. mars 2020
17:47 Viðgerð lokið.

Ljósleiðari milli Læknagarðs og Aðalbyggingar slitinn kl 08:04.
Þar sem tengingar stúdentagarða við Brautarholt eru á leigusambandi
GR við Læknagarð er sambandslaust við þessar íbúðir.

Unnið er að viðgerð, en ekki vitað hvenær henni lýkur.

Sunnudagur 29. mars 2020 07:00
VLAN config sett á svissa og rúter á 165 neti.
Samband við 165 netið rofnaði kl.06:00 og komst aftur upp 06:55
Erfiðlega gekk að koma sambandinu upp aftur vegna encapsulation skipunar á
3560 svissum.

Þriðjudagur 17. mars 2020 06:00
Sviss e12-sw00g hættir að senda umferð. Ekkert cdp neighbour.
Ekkert í loggum og öll interface uppi.
Sama bilun og í sg14-sw00g frá 16/1 2019, 21/3 2018 og 31/10 2017?
Svissinn endurræstur og samband komst aftur á.

Fimmtudagur 12. mars 2020
GW addressa fyrir þjónustuvélar á 165/24 neti tekin niður sem vrrp addressa á 
rhnet00-gw og rhnet01-gw og sett á nh1600-gw, sem fyrsta skref í VLAN væðingu
á 165 neti.

Enginn pakki tapaðist á hi.is né heldur baldur.rhi.hi.is en 3 pakkar töpuðust
á ugla.hi.is, frá 69 netinu.

Rúta frá rhnet00-gw til 130.208.165.0/24 er nú;
130.208.165.0/24   *[OSPF/10] 01:15:06, metric 3
                      to 130.208.160.182 via xe-0/0/1.0 - tg03-gw
                    > to 130.208.160.122 via xe-0/0/2.0 - rhnet01-gw
Rúte frá rhnet01-gw til 130.208.165.0/24 er nú;
130.208.165.0/24   *[OSPF/10] 01:17:25, metric 2
                    > to 130.208.160.178 via xe-0/0/1.0 - nh1600-gw

Miðvikudagur 11. mars 2020
Skipt um net undir eduroam á Skólabraut 3 hf. Fært af 130.208.186.0/24
á 130.208.186.64/26.

Þriðjudagur 10. mars 2020
Lokað á svissport fyrir 2 tæki í Háskólaráðsherbergi, sem hafa verið yfirtekin 
og notuð í árásir á tæki utan HÍ.

Tækin sem um ræðir eru myndavél og stjórnbúnaður fyrir mynd og hljóð, IP tölur
130.208.166.51 og 130.208.166.54, tengd í svissport 11 og 26 á ab-sw04g.

Lokað var á myndavélina þann 9.sept.2019 og stjórnbúnaðinn 8.feb.2020.
Búnaðurinn var skráður á bam sem bar enga ábyrgð á uppsetningu hans.

Þriðjudagur 3. mars 2020
Þráðlausir sendar í NH16 fluttir yfir á nýjan UniFi controller.

Miðvikudagur 26. febrúar 2020
Tilraun með afritun á stillingu á Cisco WLC olli truflunum á einstaka 
þráðlausum sendum og á Hotspot f.Þjóðarbókhlöðu.

Truflunin gerðist svona;

Afrit tekið að hinet-wlc00
Afrit sett á hinet-wlc00 - WLC fer í reset og allir sendar tengjast við hinet-wlc01
Misræmi var í stillingum á AP Groups og/eða FlexConnect Groups á milli wlc00 og wlc01
Þegar hinet-wlc00 lýkur endurræsingu og sendar flytjast aftur yfir á hann þá
voru sumir sendar með rangar stillingar frá hinet-wlc01.

Þriðjudagur 25. febrúar 2020
Tenging VRI við bakbein færð af tg03-gw yfir á tg01-gw.
Þetta var nauðsynlegt til þess að losa upp port á tg03-gw fyrir vrrp tengingu
við nh1600-gw fyrir 143/165 (netþjónanet).

Fimmtudagur 20. febrúar 2020
Þingholtsstræti 29 tengt um ljósleiðara frá Gagnaveitu við HInet
í Tæknigarði.

Mánudagur 10. febrúar 2020
Biluð X2 ljósbreyta í ht-sw11g olli sambandsleysi.
Skipt um ljósbreytu kl.07:00.

Fimmtudagur 6. febrúar 2020
Sæmundargata 21. tengd HInet. Bráðabirgðatenging við Eggertsgötu 12.

Miðvikudagur 18. desember 2019
Svissar í NH16 tengdir við 10Gb/s dreifisviss.
nh16-sw01gp og nh16-sw03gp tengdir á 1Gb/s því þeir eru ekki með 10Gb/s
porti.

Þriðjudagur 17. desemeber 2019
Dreifisviss nh16-sw05g settur upp í NH16.
Sviss nh16-sw00g tengdur við hann á 10Gb/s.

Sviss sth-sw17g í Stakkahlíð bilaði þann 16.12 með þeim afleiðingum að nettengd
tæki í M og N rýmum urðu sambandslaus.
Nýr sviss var settur upp að morgni 17.12 og komst samband aftur á um 10 leytið.

Miðvikudagur 11. desember 2019
Bilun varð í símakerfum þriggja bygginga (Odda, Tæknigarði og Setbergi)
frá um kl 19 þann 10. desember til um kl 10:30 þann 11. desember.

Bilunin varð vegna misræmis í stýriskrám símanna og tengingum við svissa sem
aftur orsakaðist af uppfærslu í símstöð sem framkvæmd var þann 10. des.

Eftir uppfærslu þurfti að merkja sérstaklega sýndarnet fyrir síma í svissum
til að símarnir fengju IP tölur sérstökum símanetum. Áður voru símasýndarnetin
skilgreind í símunum sjálfum. Þ.e. setja þurfti 'switchport voice vlan xxxx' til
að sviss sendi símanum hvaða sýndarneti símaumferð tilheyrir.

Miðvikudagur 4. desember 2019 08:55
Eftirtalin sambönd, sem eru á kerfi Vodafone, rofnuðu í 15 mínútur vegna rafmagnsbilunar
í Miðbæjarstöð;
Háskólasetur Selfossi og Húsavík auk xDSL sambanda nemenda og starfsmanna.

Mánudagur 2. desember 2019 08:55
Samband við sviss ht-sw02g rofnar kl.21:25 laugardaginn 30.nóvember og kemur upp
aftur kl.22:05. Sambandið rofnar með nokkurra klst. millibili þar til ljósbreyta 
er endursett kl.07:00 að morgni 2.desember.
Log á sviss sýnir að interface hafi farið niður og komið upp aftur þegar
sambandið rofnaði.
Ljósbreyta hugsanlega biluð eða villa komin upp í hugbúnaði, sbr.
Nov 30 23:05:28 ht-sw02g 16185: Nov 30 23:05:27.971: %SFF8472-5-THRESHOLD_VIOLATION: Te0/1: Temperature low warning; Operating value:  -38.8 C, Threshold value:  -35.0 C.
Nov 30 23:15:29 ht-sw02g 16186: Nov 30 23:15:28.235: %SFF8472-5-THRESHOLD_VIOLATION: Te0/1: Temperature low alarm; Operating value:  -46.5 C, Threshold value:  -40.0 C.
Engin truflun hefur komið upp í tæpar 2 klst.

Fimmtudagur 28. nóvember 2019 10:45
Setberg og Gamli Garður eru sambandslaus vegna rafmagnsleysis.
Verktaki gróf í sundur stofnstreng fyrir rafmagn.
Engar upplýsingar hafa borist um hvenær viðgerð lýkur.

Miðvikudagur 13. nóvember 2019 06:17
setberg00-gw uppfærður úr 12.2.40-SE í 12.2.55-SE12

Laugardagur 9. nóvember 2019 09:12
hinet-wlc00 og hinet-wlc01 uppfærðir úr 8.3.102.0 í 8.5.151.0, vegna bug CSCvc67005
og hugsanlega CSCvg44450

Föstudagur 8. nóvember 2019 13:10
13:15 Samband kemst á aftur. 

Um kl 12:50 verður bilun í IP búnaði Símans í Tæknigarði. Við það rofna sambönd á
HInet sem fara um þennan búnað, Keldur, Laugarvatn og Selfoss. Einnig er sambandlaust
um heimatengingar (xDSL) hjá Símanum.

Fimmtudagur 7. nóvember 2019 08:43
Um kl. 04:40 varð rafmagnslaust á Skógarvegi 22 og netsamband datt út.
Kl. 08:30 var rafvirki á leiðinni.

Þriðjudagur 29. október 2019
10:13 skipt um sviss og sendar á fyrstu hæð í Öskju nú virkir.

Mánudagur 28. október 2019
12:40 Rafmagn slær út í skáp E1 á fyrstu hæð í Öskju. Einn af svissum í skápnum er ónýtur
og lokið við að skipta um hann kl 14:42. Þráðlausir sendar tengdir þessum sviss
eru þó ennþá sambandslausir þar sem sá nýi er ekki með straumfæðingu á portum.

Mánudagur 23. október 2019
Húsnet í Setbergi stækkað úr /26 í /25. Breytt úr
130.208.146.128/26 í 130.208.146.128/25

Miðvikudagur 16. október 2019
IPv6 virkjað í Nýja Garði og Veröld.

Föstudagur 27. september 2019
Þráðlaust eduroam í Nýja Garði stækkað úr /26 í /25.

Þriðjudagur 17. september 2019
Lokið við að breyta neti í Aragötu 9 og 14 úr /24 í /26.

Föstudagur 13. september 2019 - kl.11:44
Stúdentagarðar á Skógarvegi 18-22 urðu sambandslausir kl.09:20.
Starfsmaður FS fór á staðinn til þess að athuga hvort rafmagn hafi slegið út,
sem reyndist ekki vera.
Dreifisviss sv18-sw00g var virkur en ekkert link ljós á uplink porti.
Starfsmaður UTS skipti um ljósbreytu í porti í gardar00-gw og í sv18-sw00g
en samband kom ekki upp.
Haft var samband við Gagnaveitu Reykjavíkur, sem á ljósleiðarann sem sambandið
er á og beðið um aðstoð við að bilanagreina. Engin svör hafa borist frá þeim.
Hugsanleg skýring er rofinn ljósleiðari frá Skógarvegi til Aðalbyggingar.

Uppfært kl.12:30
Upplýsingar frá GR:
Keyrt hafði verið á brunn og ljósleiðari varð fyrir skemmdum.
Unnið er að viðgerð.


Föstudagur 13. september 2019 - kl.06:00
Kl.05:18 varð rafmagnslaust í hluta Reykjavíkur. 
Eftifarandi hús eru rafmagnslaus;
  Bændahöllin - skrifstofa háskólakennara
  Gamli Garður
  Háskólabíó
  Lofskeytastöð
  Læknagarður - að mestu leyti
  Raunvísindastofnun
  Setberg
  Smyrilsvegur
  Skógarhlíð 8
  Stapi
  Tæknigarður
  VRI
  VRII
  VRIII

Fréttatilkynning frá OR/Veitum;
Rafmagnslaust er vegna háspennubilunar í Hlíðum og hluta Kópavogs nærri
Fossvogi fös. 13. september kl. 05:33-09:00

13. september 2019 - 06:00
Rafmagnslaust er vegna háspennubilunar í Hlíðunum í Reykjavik og nágreni og
í Fossvogsdalnum og nágreni í Kópavogi fös. 13. september kl. 05:33-09:00.
Unnið er að viðgerð.
Vonast er til að rafmagn verði aftur komið á innan stundar.

Rafmagn kom aftur á kl.07:34

Fimmtudagur 12. september 2019
peering00-gw endurræstur vegna villu: %EVENTLIB-3-CPUHOG: R0/0: cylon_mgr:
Við það varð stutt rof á sambandi við Rannsóknasetur á Húsavík og Selfossi
sem og við xDSL heimtengingar yfir kerfi Vodafone.

Þriðjudagur 10.- Miðvikudagur 11. september 2019
Bilun í miðlægum búnaði hjá Símanum olli því að þeir notendur, sem eru með
heimteingingu hjá Símanum - ADSL, VDSL eða ljósleiðara, urðu sambandslausir.
Bilunin lýsti sér þannig að þeir fengu RADIUS auðkenningu og IP úthlutun frá
HIneti en ekkert IP samband.
Notendur urðu ekki varir við bilunina fyrr en þeir endurauðkenndu sig við 
HInet. Fram að auðkenningu var allt í lagi. Af þeim sökum varð bilunarinnar
ekki vart á sama tíma hjá öllum notendum, því þeir auðkenna sig á mismunandi
tíma innan sólarhringsins.
Starfsmenn Símans fengu tilkynningu um bilunina kl.16:14, stuttu eftir að ljóst
var að sambandsleysið var víðtækt og bilanagreining leiddi í ljós að bilunin
var bundin við heimtengingar hjá Símanum.

Kl. 21:40 kom tilkynning frá Símanum um Neyðaraðgerð - Endurræsing og uppfærsla
á miðlægum búnaði hjá Símanum, á milli kl. 01:00 og 04:00 næstu nótt.
Kl. 04:29 kom tilkynning um að það hafi komið upp bilun á meðan
neyðaraðgerð stóð og að unnið væri að viðgerð.
Kl. 06:06 kom tilkynning um að vegna vandamála þyrfti að endurræsa og
uppfæra búnað á milli kl.06:05 og 06:30
Kl 06:19 kom síðan tilkynning um að tilkynntri endurræsingu yrði
frestað og að hún verði líklega framkvæmd aðfararnótt 12.sept. - næstu nótt.

Kl.09:00 um morguninn þann 11.september tókst starfsmönnum Símans að laga
bilunina og samband komst á.

Þriðjudagur 3. september 2019
Lokið við að skipta um þráðlausta senda í Raunvísindastofnun Dunhaga 3.
Cisco 2802 settir í stað Cisco 1142.

Sunnudagur 1. september 2019
Nýr (gamall) sviss settur í staðinn fyrir ab-sw08g.
Netsamband komst aftur á kl. 07:50.

Laugardagur 31. ágúst 2019
kl.18.30 bilar dreifisviss í Aðalbyggingu, ab-sw08g.
Við það rofnar allt netsamband í húsinu. 
Nýr sviss verður settur í staðinn fyrir þann bilaða, sunnudaginn 1.september.

Miðvikudagur 28. ágúst 2019
SSID fyrir þráðlausu húsnetin í Veröld og NH16 falin (hidden).
Þetta olli sumum notendum/gestum vandræðum því þeir héldu að þráðlausa netið
SVF-Thradlaust væri opið og reyndu árangurslaust að tengjast því.
NOC ákvað að fela SSID fyrir þráðlaus húsnet og byrja á að fela netin í Veröld
og NH16.
Tæki geta enn tengst þessum netum, með því að stofna tengingu handvirkt í 
stillingum fyrir þráðlausa netkortið.

Þriðjudagur 20. ágúst 2019
Skipt um image á peering00-gw v.Cisco bug CSCvm12382
Netflow entries not created if SDM template is initialised on affected release.
Útgáfa Gibraltar 16.11.1a sett á rúterinn.

Föstudagur 9. ágúst 2019
Peeringsamband við Vodafone flutt yfir á nýjan rúter - peering00-gw.

Föstudagur 26. júlí 2019
Samband ab03-gw <-> stapi-sw01gp stækkað í 10Gb/s.

Fimmtudagur 25. júlí 2019
Skipt um svissa í Stapa; stapi-sw01gp og stapi-sw02g.

Miðvikudagur 24. júlí 2019
Skipt um þráðlausa senda í Stapa.
Cisco 2800 settir í staðinn fyrir 1230, 1130 og 1140.

Mánudagur 8. júlí 2019
Samband við nhcn-sw02g rofnar um 08:40.  Biluð ljósbreyta (SFP) olli sambandsleysinu.
Skipt um breytu og samband komst aftur á kl. 09:05

Sunnudagur 7. júlí 2019
DDOS árás (TCP SYN) á vefþjón 130.208.165.186 (web-lb.rhi.hi.is) frá kl 14:30 til 14:55,
og aftur frá sama aðila á 130.208.165.114 (brimir.rhi.hi.is) frá kl 16:25 til 16:40.

Veldur truflunum á vefþjónustu á þessum vélum, en umfang árásar undir burðargetu
sambanda.

Föstudagur 28. júní 2019
13:59 Samband kemur upp aftur eftir lagfæringu tenginga hjá Gagnaveitu.

Samband HInet frá Lindargötu 46 á Laugarveg 13 (Stofnun Árna Magnússonar) niðri
síðan kl 10:04. Bilun í ljósleiðara frá Gagnaveitu.

Fimmtudagur 27. júní 2019
10:13 Samband við Lindargötu 46 lagfært.

09:23 Samband við heimasambönd GV lagfært.

Sambönd Háskólans við Lindargötu 46 og þar með við Laugarveg 13 eru óvirk síðan
kl 06 í morgun vegna framkvæmda hjá Gagnaveitu. Þessi fyrirhugaða vinna var
ekki tilkynnt til HÍ. Algert sambandleysi við Laugaveg 13 og studentagarða
við Lindargötu.

Önnur af tveimur tengingum við Heimasambönd GV er einnig óvirk síðan kl 00:00
mögulega af sömu ástæðu. Veldur ekki vandræðum vegna umfremdar.

Fimmtudagur 23. maí 2019
Kl. 08:20 hófst DoS árás á vél á 165 netinu: 130.208.165.170. Sú vél er skráð á 
Elías. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem (D)DoS árás er gerð á vel undir stjórn
Elíasar, sjá 16. júlí 2015 og 16. apríl 2016.
Árásin gerði það að verkum að netsamband nh16vs-sw01g við 130.208.165.170 
rofnaði, á þann veg að svissinn hætti að fá pakka frá vélinni. Afleiðingin var
að svissinn missti MAC addressu vélarinnar úr MAc addressu töflunni og byrjaði
að senda pakka, sem voru ætlaðir 130.208.165.170, út á öll local port. Við
það truflaðist allt netsamband þeirra véla sem tengdar eru við nh16vs-sw01g. 

Fimmtudagur 23. maí 2019
Skipt um 1 sviss í Haga; hagi-sw08g. Hann fékk nýtt nafn í leiðinni,
hagi-sw03g.
Access port eru nú 1Gb/s og möguleiki á að stækka uplink í 10Gb/s.
Útskiptum á svissum í Haga er þar með lokið.

Föstudagur 17. maí 2019
Skipt um 2 svissa í Haga; hagi-sw09g og hagi-sw11g. Þeir fengu nýtt nafn í leiðinni,
hagi-sw04g og hagi-sw06g.
Access port eru nú 1Gb/s og möguleiki á að stækka uplink í 10Gb/s.

Miðvikudagur 15. maí 2019
Skipt um 2 svissa í Haga; hagi-sw07g og hagi-sw10g. Þeir fengu nýtt nafn í leiðinni,
hagi-sw02g og hagi-sw05g.
Access port eru nú 1Gb/s og möguleiki á að stækka uplink í 10Gb/s.

Mánudagur 6. maí 2019
Ljósleiðari á milli Eggertsgötu 34 og Eggertsgötu 12 var grafinn í sundur.
Við það rofnaði samband við eftirtalin hús; Eggertsgata 26, 28, 30, 32 og 34.
Samband rofnaði um kl. 15.40 og komst á aftur kl. 17:20

Fimmtudagur 2. maí 2019
Skírteini RADIUS auðkenningarþjóna HInet runnu út á miðnætti þann
1. maí. Það hafði m.a. þær afleiðingar að notendur sem reyndu að tengjast eduroam og
hinet6 þráðlausu netunum fengu ekki auðkenningu. Endurnýjuð skírteini virkjuð kl 09:07
2. maí.

Þriðjudagur 30. apríl 2019
Skipt um VLAN # á húsneti á Laugarvatni. VLAN 685 sett í stað VLAN 112. 

Föstudagur 5. apríl 2019
Uplink fyrir raun-sw05g, raun-sw06g og raun-sw08g fært yfir á fremsta sviss í 
Raunvísindastofnun raun-sw04g.

Fimmtudagur 4. apríl 2019
Skipt um sviss raun-sw04g vegna bilunar í viftu.
Samband við rúter tg03-gw stækkað í 10Gb/s

Miðvikudagur 3. apríl 2019
Sviss gi-sw11g eyðilagðist þegar rafmagnstruflun varð kl.20:45 í gærkvöldi.
Power Supply er í lagi sem og viftan en svissinn fer ekki í gang.
Lokið við að skipta um sviss kl. 08:40
Frágangur í tengiskáp truflaði mjög vinnu við útskiptin.

Fimmtudagur 14. mars 2019
Setberg tengt HInet á 10Gbs við Aðalbyggingu. Beinir til bráðabirgða (vantar IPv6
stuðning).

Miðvikudagur 6. mars 2019
09:20 Viðgerð lokið og samband kemst á aftur.

Sambandslaust við aðila á HInet bakvið jafningjasamband Símans í Tæknigarði
(þ.e. á Laugarvatni, Selfossi, Keldum og xDSL heimatengingum) síðan kl 05:20.
Starfsmenn Símans vinna að viðgerð.

Þriðjudagur 26. febrúar 2019
Skipt um sviss nh16nc-sw00g. Sama tegund af sviss og var fyrir og sama 
útgáfa af stýrikerfi.
Þetta er gert til þess að reyna að einangra orsök undangenginna bilana við
annað hvort hug- eða vélbúnað svissins.
Samband við 143 netið rofnaði í skamma stund kl. 06:10 og svo aftur kl.06:40,
þegar skipt var um hugbúnaðarútgáfu.

Fimmtudagur 21. febrúar 2019
Rúter, lv00-gw, á Laugarvatni endurræstist nokkrum sinnum þann 20.
Ekkert óeðlilegt í loggum.
Svissar, tengdir við sama rafmagnsfjöltengi, endurræstust ekki.
Rúternum skipt út og rofnaði samband á milli kl. 10:30 og 10:50

Fimmtudagur 21. febrúar 2019
Sviss nh16nc-sw00g á Non-Critical neti 143 hættir að flytja umferð um kl. 16:00.
Sviss endurræstur kl. 16:20 og umferð kemst á.
Skipt verður um sviss mánudaginn 25.febrúar

Miðvikudagur 20. febrúar 2019
Biluð ljósbreyta í sviss sv20-sw00g olli sambandsleysi á Skógarvegi 20.
Skipt um ljósbreytu kl. 11:00.

Miðvikudagur 20. febrúar 2019
Rúter, svf00-gw, settur upp í Veröld.
VLAN 111,211,311,411,511,611,711 færð af ab03-gw yfir á svf00-gw.
Lokið verður við að stjörnutengja svissa 21.febrúar.

Laugardagur 09.febrúar 2019
Sviss nh16nc-sw00g á Non-Critical neti 143 hættir að flytja umferð um kl. 03:00.
Ekkert í loggum sem gefur vísbendingu um orsökina.
Uplink port tekið niður, slökkt á portum 1-24 og uplink port virkja, en án árangurs.
Sviss endurræstur kl. 04:15 og umferð kemst á.
Næstu skref? Skipta um sviss, ljósbreytur og patchsnúru?

Þriðjudagur 22. janúar 2019
Starfsmaður UTS uppgötvaði vatnsleka í vélasal TG kl. 06:30.
Lekinn kemur að ofan, meðfram lögnum sem liggja upp í loftræstiklefa á hæðinni
fyrir ofan.
Nokkuð vatn var á gólfi vélasalarins og raki í loftinu.
Vatnið var þurrkað upp - það sem náðist til, sumt var undir tækjaskápum - og
fötur settar undir lekann.
Hringt var í Björn M. yfirumsjónarmann fasteigna hjá HÍ og tilkynnt um lekann.

Miðvikudagur 16. janúar 2019
Sviss sg14-sw00g hættir að senda umferð. Ekkert cdp neighbour.
Ekkert í loggum og öll interface uppi.
Sama bilun og 21/3 2018 og 31/10 2017?
Athuga með að skipta um IOS á sg14-sw00g og e12-sw00g

Þriðjudagur 8. janúar 2019
Samband tg03-gw Te1/8 <-> Te1/0/1 vr2-sw12g hreinsað Tæknigarðsmegin.
Tengi í patchpanel, fyrir SC tengi, á MM fíbersambandi # 1 á milli Tæknigarðs og
VR2 er laust. Sambandið verður fært yfir á samband # 2 í fyrramálið.
Laga þarf síðan tengið á sambandi # 1.

Þriðjudagur 18. desember 2018
Rúter settur upp fyrir Nýja Garð - ng00-gw. Var áður ng-sw04g.
VLAN 336, 536 og 636 tekin niður á ab03-gw. 

Fimmtudagur 13. desember 2018
Samband gardar-hinet-gw <-> sg14-sw00g stækkað í 10Gb/s

Fimmtudagur 13. desember 2018
Skipt um image í rúter lg00-gw vegna Cisco Bug : CSCvb78700

Miðvikudagur 12. desember 2018
Skipt um image í rúter sth00-gw vegna Cisco Bug : CSCvb78700

Þriðjudagur 11. desember 2018
Skipt um image í rúter gardar-hinet-gw vegna Cisco Bug : CSCvb78700

Mánudagur 10. desember 2018
Skipt um image í rúter od00-gw vegna Cisco Bug : CSCvb78700

Föstudagur 07. desember 2018
Skipt um image í rúter nf00-gw vegna Cisco Bug : CSCvb78700

Fimmtudagur 06. desember 2018
Skipt um image í rúter tg03-gw vegna Cisco Bug : CSCvb78700

Miðvikudagur 05. desember 2018
Skipt um image í rúter nh1600-gw vegna Cisco Bug : CSCvb78700

Þriðjudagur 04. desember 2018
Skipt um image í rúter ab03-gw vegna Cisco Bug : CSCvb78700

Sjá; https://community.cisco.com/t5/switching/4500x-routing-arp-issue/td-p/3207837
og 
https://community.cisco.com/t5/switching/cisco-4500x-troubleshoot-dynamic-mac-address-table-entries/td-p/3029399

Image fært niður úr 03.09.00.E í 03.08.06.E

Þetta tengist að öllum líkindum vandamálinu sem kom upp 5.nóvember.

Við þetta lagaðist aging-time á MAC addressu töflu fyrir VLAN 630.
Það var;
 620    300             300
 630    15              300
 635    300             300
Er nú;
 620	300        	300
 630	300        	300
 635	300        	300

Sama aging-time er á; 
ab03-gw		VLAN 630
nf00-gw		VLAN 640
nh1600-gw	VLAN 695
od00-gw		VLAN 645

Ekki aging-time 15 sek.
lg00-gw
sth00-gw
gardar-hinet-gw

Þriðjudagur 13. nóvember 2018
Um 21:25 hættir dreifisviss fyrir Non Critical þjónustuvélar UTS - nh16nc-sw00g, að
svissa. Samband er uppi en engin umferð.

Nov 13 21:48:58.615: %SYS-3-CPUHOG: Task is running for (2328)msecs, more than (2000)msecs (8/6),process = VMATM Cal.
-Traceback= 0x2D432F0z 0x2D43AC8z 0x2D4EE30z 0x2D054F4z 0x26AC1D8z 0x2A869ECz 0x2A86EF8z 0x2E46D80z 0x2E431A4z 0x2E4 
Nov 13 21:48:59.845: %LINEPROTO-5-UPDOWN: Line protocol on Interface TenGigabitEthernet1/0/2, changed state to down
Nov 13 21:49:03.949: %LINEPROTO-5-UPDOWN: Line protocol on Interface TenGigabitEthernet1/0/2, changed state to up
Nov 13 21:49:05.546: %SPANTREE-2-RECV_BAD_TLV: Received SSTP BPDU with bad TLV on TenGigabitEthernet1/0/2 VLAN1.
Nov 13 21:49:38.249: %SPANTREE-2-RECV_BAD_TLV: Received SSTP BPDU with bad TLV on TenGigabitEthernet1/0/2 VLAN143.

Engar villur á nh1600-gw porti Te1/1.

>sh processes cpu sorted gaf enga vísbendingu um orsök

Merking villunnar;
This message means that the listed interface received an 
SSTP BPDU that was missing the VLAN ID tag. The BPDU is discarded.
[chars] is the interface that received the SSTP BPDU.

Each SSTP-addressed BPDU has a Tag-Length-Value (TLV) appended to it. 
This TLV contains the VLAN ID of the spanning tree to which the BPDU 
belongs and is used in order to check the Port VLAN ID (PVID).

All untagged frames are assigned to the LAN specified in the 
PVID parameter. When a tagged frame is received by a port, 
the tag is respected. If the frame is untagged, the value 
contained in the PVID is considered as a tag.

In some cases, these error messages occurs due to native 
vlan inconsistency on the interfaces on each end of the 802.1Q 
trunk connection.

Þar sem engar breytingar höfðu orðið á stillingum á nh16nc-sw00g né nh1600-gw og 
%SPANTREE-2-RECV_BAD_TLV meldingin kemur í beinu framhaldi af %SYS-3-CPUHOG: þá
er líklegasta skýringin á TLV villunni sú að svissinn hafi hætt að vinna rétt úr
SSTP BPDU pökkum.

Prófað að taka uplink portið á nh16nc-sw00g niður og upp aftur en það dugði ekki
til.

nh16nc-sw00g endurræstur og samband komst á aftur um 22:30

Hugsanlega sama bilun/villa og í desember 2017

Fimmtudagur 8. nóvember 2018
14:40 Stúdentagarðatengingu við Lindargötu 42 komið upp aftur. Reyndist vera bilað
ljóstengi.

Miðvikudagur 7. nóvember 2018
Truflunum á HInet lokið en grunnástæður ekki ljósar. Unnið er að
greiningu. Samskonar ástand myndaðist í nh1600-gw, tg03-gw, od00-gw 
og nf00-gw á sama tíma. Umferð um þá er alla jafna minni svo að áhrifin 
voru ekki eins alvarleg.

Sjá https://www.hinet.hi.is/routerstat/
    https://www.hinet.hi.is/traffic-map/

Þriðjudagur 6. nóvember 2018
15:00 Tenging milli Aðalbyggingar og Læknagarðs komið á - AB nú tvítengd aftur,
beðið verður með AB-TG og AB-OD þar sem þær eru ekki nauðsynlegur
hluti af umfremd AB.

11:00 - 11:30 Veröld tengd til reynslu (orsök ekki fundinn).

10:30 Stúdentagarðar nú í sambandi (ásamt Laugavegi 13). Skipt um bilað
ljóstengi (og breytt úr LR í SR).

09:00 Beinir á Görðum enn sambandslaus - unnið er að viðgerð. Laugarvegur 13
er þar með sambandslaus einnig. V03.08.06.Eeröld enn aftengd.

01:30 Veröld aftengd til að koma í veg fyrir truflanir sem þar eiga upptök, og
virðast valda yfirálagi á rúter í AB, vandamál ekki komið upp síðan. 

Mánudagur 5. nóvember 2018
19:50 Umferð beint framhjá AB þar sem það er hægt. Þeir sem tengast í AB verða
áfram fyrir truflunum - minnkun á umfermd HInet. Bilun í beini
Stúdentagarða virðist hafa komið upp á sama tíma - tengsl óviss.

Bilun í beini í Aðalbyggingu um kl 13:30. Eðli bilunar veldur víðtækum truflunum
á umferð og algeru sambandleysi við Stúdentagarða og Veröld. Unnið er að greiningu
á vandamálinu.

 %C4K_L3HWFORWARDING-4-TCAMFULL: FLC Tcam full, packets will be forwarded in 
  software at reduced rate.  Failure due to: add tcam space failed
 %COMMON_FIB-3-HW_API: HW API failure for IPv4 CEF [0x2088CAFC]: Out of Tcam 
  resource (fatal) (0 subsequent failures).
 %COMMON_FIB-4-DISABLING: IPv4 CEF is being disabled due to a fatal error.
 %FIB-2-FIBDOWN: CEF has been disabled due to a low memory condition. 
  It can be re-enabled by configuring "ip cef [distributed]"

		-------------------

03:10 Tenging við Lindargötu 42 slitnar.

Miðvikudagur 31. október 2018
Sambandslaust við Laugarvatn milli kl 10:45 og 13:50 vegna rafmagnsbilunar í
tækjaskáp á Laugarvatni.

Þriðjudagur 16. október 2018
Skipt um svissa lg-sw02g og lg-sw09g á 4.hæð í Læknagarði.
Portum fjölgað um 24.
Ekki hægt að koma fyrir PoE sviss því skápurinn er of grunnur.

Laugardagur 6. október 2018
18:00 Viðgerð á rafstreng lýkur, rafmagn aftur komið á Tæknigarð.

Föstudagur 5. október 2018
10:00 Vélasalur í TG enn keyrður á dísel -- ekki hefur tekist að finna bilun í rafstreng og því
er viðgerð ekki hafinn.

Fimmtudagur 4. október 2018
14:55 Vélasalur TG ennþá keyrður á díselafli - ekki vitað hvenær viðgerð
á rafmagni lýkur.

Rafmagn fer af Tæknigarði, Háskólabíó, VR1,  VR2 og VR3 um kl 23:55 á miðvikudagskvöld.
Rafvirkjar HÍ koma rafmagni aftur á Verkfræðahús og Háskólabíó um kl 02:00 en 
heimtaug að Tæknigarði virðist biluð. Varafalstöð ræst sjálfvirkt þ.a. enginn truflun
verður á miðlægum tölvubúnaði í TG.

Vandmál koma upp vegna aðkomu að vélasal UTS og aðgangi að húsi þar sem hurðakerfi
eru ekki á varafli. Einnig eru ljós í vélasal ekki á varafli.

Miðvikudagur 03. október 2018
Svissar nf-sw01g og nf-sw03gp í skáp C-3 í Öskju eru komnir á 10Gb/s samband.

Þriðjudagur 02. október 2018
Skipt um svissa nf-sw01g og nf-sw03gp í skáp C-3 í Öskju.
Eftir að uppfæra millisamband nf-sw18g <-> nf-sw01g í 10Gb/s.

Þriðjudagur 25. september 2018
Varaaflgjafi í skáp 2.1 á Háskólatorgi lagfærður.
Svissar ht-sw11g, ht-sw14g, ht-sw03gp og ht-sw04g settir á varaaflgjafa.

Miðvikudagur 12. september 2018
Varaaflgjafi í skáp 2.1 á Háskólatorgi bilaði um miðnætti aðfararnótt 12. sept.
Svissar ht-sw11g, ht-sw14g, ht-sw03gp og ht-sw04g urðu þar með rafmagnslausir.
Kl. 07:00 voru svissarnir settir á bæjarrafmagn, uns gert hefur verið við
varaaflgjafa.

Föstudagur 27. júlí 2018
Skipt um VLAN á húsneti í Læknagarði.
VLAN 180 er nú VLAN 680

Fimmtudagur 26. júlí 2018
Skipt um VLAN á hús- og tölvuveraneti í VRII.
VLAN 171 er nú VLAN 670
VLAN 147 er nú VLAN 770

Fimmtudagur 26. júlí 2018
Skipt um VLAN á húsneti í Árnagarði.
VLAN 169 er nú VLAN 6655

Miðvikudagur 25. júlí 2018
Skipt um VLAN á hús- og tölvuveraneti í Stakkahlíð.
VLAN 117 er nú VLAN 655
VLAN 1180 er nú VLAN 755

Þriðjudagur 24. júlí 2018
Skipt um VLAN á hús- og tölvuveraneti í Odda.
VLAN 139 er nú VLAN 745
VLAN 175 er nú VLAN 645

Fimmtudagur 19. júlí 2018
Sviss - ht-sw10g - eyðilagðist þegar rafmagni var hleypt á húsið, eftir
straumrof síðustu nótt.
Skipt var um sviss og komst samband á aftur um kl. 09:15.

Miðvikudagur 27. júní 2018
Skipt um VLAN á hús-, síma- og tölvuveraneti á Háskólatorgi.
VLAN 119 er nú VLAN 530
VLAN 125 er nú VLAN 630
VLAN 1353 er nú VLAN 730

Fimmtudagur 14. júní 2018
Skipt um VLAN á hús-, síma- og tölvuveraneti í Gimli.
VLAN 122 er nú VLAN 520
VLAN 127 er nú VLAN 620
VLAN 1352 er nú VLAN 720

Fimmtudagur 7. júní 2018
Skipt um VLAN á húsneti í Lögbergi.
Var VLAN 157 en er nú VLAN 635.

Föstudagur 18. maí 2018
Rafmagnsgrein fyrir tengiskáp í símstöðvarherbergi í Aðalbyggingu sló út kl.02:25
Rafmagn komst aftur á kl.06:45
Á þessari grein eru ab-ups00 og fjöltengi fyrir netbúnað.
ab-ups00 sendi tilkynningu um bilun kl. 02:16;
 UPS: A battery charger fault exists
 UPS: In bypass in response to an internal hardware fault
Þetta þarf að laga.

Miðvikudagur 2. maí 2018
Netsamband nf00-gw við dreifisviss nf-sw18g stækkað í 10Gb/s.
Sambönd nf-sw18g við nf-sw09g, nf-sw09g við nf-sw04gp og nf-sw04gp við
nf-sw14g, stækkuð í 10Gb/s.

Fimmtudagur 26. apríl 2018
Varktaki rauf ljósleðarastreng Gagnaveitunnar á Sléttuvegi.
Við það rofnaði samband við íbúðir stúdenta á Skógarvegi 18-22.
Sambandið rofnaði um 13:20 og kom aftur upp um 16:05

Miðvikudagur 25. apríl 2018
Skipt um svissa í skáp B1 í öskju.

Fimmtudagur 12. apríl 2018
Skipt um dreifisviss nf-sw18g í öskju.
Undirbúningur fyrir 10Gb/s uppfærslu.

Miðvikudagur 28. mars 2018
Skipt um sviss ht-sw12g á Háskólatorgi og samband við dreifisviss uppfært
í 10Gb/s
Allir svissar á Háskólatorgi eru nú tengdir á 10Gb/s.

Þriðjudagur 27. mars 2018
Skipt um sviss ht-sw06g á Háskólatorgi og samband við dreifisviss uppfært
í 10Gb/s

Miðvikudagur 21. mars 2018
Sambandslaust varð við Stúdentagarða á Sæmundargötu.
Dreifisviss sg14-sw00g hætti að virka, t.a.m. ekkert cdp. Fýsísk sambönd voru
uppi en engir pakkar skiluðu sér.
Loggar sýndu ekkert óeðlilegt.
Endurræsing á svissinum lagfærði ástandið.
Sambandsleysið varði frá 03:40 til 06:50
Þetta gerðist áður 31.október 2017

Mánudagur 19. mars 2018
Skipt um svissa vr2-sw03g, vr2-sw06g, vr2-sw11g og vr2-sw09g í skáp C og E
í VRII og sambönd þeirra við vr2-sw12g uppfærð í 10Gb/s.

Miðvikudagur 14. mars 2018
Skipt um sviss vr2-sw02g í skáp B í VRII og samband hans
við vr2-sw12g uppfært í 10Gb/s.

Þriðjudagur 13. mars 2018
Skipt um sviss vr2-sw07g í skáp B í VRII og samband hans
við vr2-sw12g uppfært í 10Gb/s.

Föstudagur 9. mars 2018
Netsamband Tæknigarður <-> VRII uppfært í 10Gb/s.
Stutt rof varð í um það bil 6 mín. kl.05:55 - 06:01
Einnig var samband eftirfarandi svissa; vr2-sw00g, vr2-sw01g
og vr2-sw10gp uppfært í 10Gb/s við dreifisviss vr2-sw12g.

Fimmtudagur 8. mars 2018
Skipt um svissa vr2-sw01g og vr2-sw10gp í skáp A í VRII.

Miðvikudagur 7. mars 2018
Skipt um sviss vr2-sw00g í skáp A í VRII.

Þriðjudagur 6. mars 2018
Skipt um dreifisviss vr2-sw12g í VRII.
Cisco 3850-12XS settur í staða gamals 3550.
Fyrsta skref í 10 Gb/s væðingu VRII.

Miðvikudagur 28. febrúar 2018
Samband eftirtalinna svissa, við dreifisviss ht-sw00g í HT uppfært í 10Gb/s;
ht-sw04g, ht-sw08g, ht-sw10g og ht-sw14g

Fimmtudagur 22. febrúar 2018
Samband ht-sw16g við dreifisviss ht-sw00g í HT uppfært í 10Gb/s.

Þriðjudagur 20. febrúar 2018
Samband ht-sw03gp við dreifisviss ht-sw00g í HT uppfært í 10Gb/s.

Mánudagur 19. febrúar 2018
Samband ht-sw09gp og ht-sw15gp við dreifisviss ht-sw00g í HT uppfært í 10Gb/s.

Mánudagur 19. febrúar 2018 kl. 07:00
Netsamband við Stúdentagarða á Eggertsgötu 26 - 34 rofnaði um kl.23:00 í gærkvöldi.
Þager starfsmaður RHÍ mætti á staðinn kl. 06:00 kom í ljós að rafmagn hafði slegið út
í tölvuskáp á Eggertsgötu 34. Mikið vatn var á gólfinu og ljóst að kalla þarf á rafvirkja
á staðinn. Haft var samband við umsjón fasteigna hjá FS og beðið um viðgerð.
Ekki er ljóst á þessari stundu hvort lekinn orsakaði útsláttinn á tölvuskápnum.

Föstudagur 16. febrúar 2018
Samband ht-sw00g og ht-sw07gp við dreifisviss ht-sw00g í HT uppfært í 10Gb/s.

Fimmtudagur 15. febrúar 2018
Samband ht-sw01gp og ht-sw02g við dreifisviss ht-sw00g í HT uppfært í 10Gb/s.
Miðvikudagur 14. febrúar 2018
Samband ht-sw11g við dreifisviss ht-sw00g í HT uppfært í 10Gb/s.

Fimmtudagur 1. febrúar 2018
Netsamband Aðalbygging <-> Háskólatorg uppfært í 10Gb/s.
Stutt rof varð í um það bil 6 mín. kl.05:55 - 06:01

Miðvikudagur 31. janúar 2018
Rúter í Aðalbyggingu ab03-gw endurræstist kl.11:58 vegna eftirfarandi villu;
"Jan 31 11:57:28 te1-2-ab03-gw 2508: Jan 31 11:57:27.457: %C4K_SWITCHINGENGINEMAN-4-IPPPRMINTERRUPTTTLEXCEPTION: XPP PRM ttlExceptionInt interrupt. valid: 1 ethertype: 0x800 macSa: 240 31 175 23 224 105
Jan 31 11:57:33 te1-2-ab03-gw 2509: Jan 31 11:57:32.522: %C4K_SWITCHINGENGINEMAN-4-VFESUINTERRUPT: VFE SU adjStatsParityErr interrupt. valid: 1 addr: 0xFFCE data: 0x37FEF3BDF7 parity: 1"
Samband komst aftur á kl.12:05

Sjá: https://supportforums.cisco.com/t5/wan-routing-and-switching/4500-error-log-message/td-p/1743762

Miðvikudagur 24. janúar 2018
Skipt var um dreifisviss á Háskólatorgi kl. 06:00.
Gamli svissinn var Cisco 3750 1Gb/s en sá nýji er Cisco 3850 10Gb/s. 
Truflun varð á net- og símasambandi í u.þ.b. 10 mínútur.
Tengingar voru ekki stækkaðar í 10Gb/s í þessari aðgerð.

Miðvikudagur 24. janúar 2018
Skipt var um dreifisviss á Háskólatorgi kl. 06:00.
Gamli svissinn var Cisco 3750 1Gb/s en sá nýji er Cisco 3850 10Gb/s. 
Truflun varð á net- og símasambandi í u.þ.b. 10 mínútur.
Tengingar voru ekki stækkaðar í 10Gb/s í þessari aðgerð.

Fimmtudagur 28. desember 2017
Straumrof á stúdentagörðum á Skógarvegi 18 eyðilagði sviss sv18-sw01g, sem
þjónar íbúum á Skógarvegi 18.
Skipt var um sviss og komst samband aftur á um 11:30 daginn eftir.

Laugardagur 16. desember 2017
Sviss á 143 neti - nh16nc-sw00g - hætti að flytja umferð kl. 15:30.
Samband við rúter var uppi og engar villur á portum.
Ekkert í loggum sem gaf vísbendingu um bilun.
Skipt var um ljósbreytur og patchsnúru án árangurs.
Sviss var endurræstur kl.17:00 og þá komst samband á aftur.

Mánudagur 11. desember 2017
Hugbúnaður á sviss nh16nc-sw00g, sem netþjónar á 143 tengjast, uppfærður
vegna hugsanlegrar bilunar - sjá færslu frá 5.des. 2017.
Samband við netþjóna á 143 neti rofið frá kl. 06:00 til 06:06.

Föstudagur 8. desember 2017
Tengingar HInet við Dunhaga 18 og Engjaveg 6 lagðar niður. Háskólastarfsemi hætt
á þessum stöðum.

Mánudagur 5. desember 2017
Bilun í sviss olli sambandsleysi á þjónustuvélaneti (.143) RHÍ frá kl 16:05
þar til sviss var endurræstur um kl 16:35. Meðan á þessu stóð var grunnsamband við
tækið, en enginn umferð í gegn (hætti að svissa umferð). Af þessum sökum uppgötvaðist
vandamálið seinna en ella.

	C2960X - Version 15.0(2)EX4


Þriðjudagur 21. nóvember 2017
Seinna Peering samband HÍnets við Gagnaveitu Rvk. stækkað úr 1Gb/s í 10Gb/s.

Miðvikudagur 8. nóvember 2017
Net- og símasamband í aðstöðu HÍ í Bolholti og Skipholti rofnar um kl. 16:00
fimmtudaginn 9.nóvember, vegna vinnu við flutning á tengiskáp.
Búist er við að samband komist á aftur um kl. 18:00.

Þriðjudagur 31. október 2017

Sambandslaust varð við Stúdentagarða á Sæmundargötu.
Dreifisviss sg14-sw00g hætti að virka, t.a.m. ekkert cdp. Fýsísk sambönd voru
uppi en engir pakkar skiluðu sér.
Loggar sýndu ekkert óeðlilegt.
Endurræsing á svissinum lagfærði ástandið.
Sambandsleysið varði frá 04:45 til 06:55

Þriðjudagur 24. október 2017
Truflun varð á netsambandi við Stúdentagarða á Lindargötu og skrifstofu HÍ á
Laugavegi 13 vegna háspennubilunar.
Sjá: https://www.veitur.is/truflun/rafmagnslaust-er-vegna-haspennubilunar-i-hluta-midbaejar-reykjavikur
Truflunin varði frá 15:55 til 18:20

Föstudagur 13. október 2017
Truflun varð á netsambandi við Stúdentagarða á Eggertsgötu.
Villa í dreifisviss olli trufluninni.
Endurræsa þurfti svissinn.
Truflunin varði frá 17:38 til 20:24, mögulega vegna rangar uppsetningar
á þráðlausum sendum á Görðum:

	%SW_MATM-4-MACFLAP_NOTIF: Host 4c00.82a0.deff in vlan 2 is flapping 
            between port Te0/1 and port Gi0/3


Þriðjudagur 3. október 2017
Net í Ármúla 1 lagt niður, notendur flytja í Eirberg.

Sunnudagur 9. september 2017
Um kl 05:40 varð rafmagnsleysi í Vesturbæ. Netbúnaður í Árnagarði
og í Nýja Garði kom ekki upp þegar rafmagn kom á aftur - ekkert varaafl
lekaliðar slógu út. Einstaka wifi sendar og svissar í ýmsum húsum
komu ekki upp eftir að fá afl aftur (2960G í Læknagarði og
2960G í Nýja Garði ónýtir).

Mánudagur 28. ágúst 2017
Slökt var á tæki sem olli truflun í VR3 áður en endanleg staðsetning þess
fannst. Lokið verður við leit ef/þegar vandmál kemur upp aftur.

Föstudagur 25. ágúst 2017
Víðtæk netbilun í VR3. Sívaxandi truflanir á neti í VR3 síðan 09:55 á fimmtudag.
Unnið er að því að leita að uppsprettu þessa og má því búast við
pakkatapi og rofnum samböndum fram eftir degi.

Miðvikudagur 12. apríl 2017
Skipt um rúter í Stakkahlíð. Settur var Cisco 4500X í stað 2xCisco 3750.
Samband við Stakkahlíð og Ármúla 1 rofnaði kl.07:20 og var endanlega komið aftur
á um kl.09:20. Töfin varð vegna ARP errdisable í Stakkahlíð og vegna þess að
Ármúli 1 opnar ekki fyrr en kl.09:00.  

Föstuudagur 31. mars 2017
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur tengd við HÍnet.
Dreifisviss í SVF - svf-sw00g - tengdur við ab03-gw. 

Miðvikudagur 1. febrúar 2017
06:45 Bilun í miðlægum beini HInet veldur sambandsleysi við aðila á safnsamböndum
Símans og Vodafone (m.a. Keldur, Laugarvatn, Selfoss, Engjaveg og ADSL heimatengingar)
Orsakaðist af rafmagnsbilun í Tæknigarði sem varð til þess að viðkomandi beinir
bilaði. Unnið er að viðgerð.

11:25 Viðgerð lokið. Skipta þurfti um beini og endurraða í skáp til að koma
nýjum fyrir.

Þriðjudagur 24. janúar 2017
Skipt um rúter í Læknagarði. Settur var Cisco 4500X í stað Cisco 3560-12D.
Samband við Læknagarð og Eirborg rofnaði kl.06:15. Læknagarður komst aftur í
samband kl. 06:30 og Eirberg kl. 06:40.

Fimmtudagur 19. janúar 2017
Tveir af fjórum endurkvæmum nafnaþjónum HInet svöruðu ekki fyrir lén utan hi.is 
milli kl 14:41 og 16:13. Bilunin orsakaðist af langvarandi sambandsleysi við rótarþjón (K) sem
notaður var til að sækja afrit af rót og arpa lénum til að flýta uppflettingum
á HInet. Umfremd þessar aðgerðar var ekki nægileg og sambandið undir ónógu eftirliti en úr 
því hefur verið bætt.

Mánudagur 16.janúar 2017
Net- og símasamband á Háskólatorgi rofnaði kl. 21:15.
Ljósbreyta í ht-sw00g var óvirk.
Samband komst aftur á kl. 07:20 morgunin eftir.

Sunnudagur 15.janúar 2017
Skipt um ljósbreytu AB megin á tengingunni ab03 <-> ht-sw00g vegna truflana sem
urðu á sambandinu þann 12.janúar.

Miðvikudagur 28.desember 2016
hinet-wlc00 og hinet-wlc01 - stjórntæki fyrir þráðlausa senda - uppfærð í hugbúnaðarútgáfu
8.3.102.
Uppfærslan gerir kleift að taka í notkun 1800 skrifstofusenda frá Cisco.

Skipta þarf um 10 senda þar sem þeir eru orðnir of gamlir fyrir þessa útgáfu.
Þeir eru staðsettir á Aragötu 9 og 14, Raunvísindastofnun, Skrifstofu
háskólakennara á Hótel Sögu og einn sendir á Sturlugötu 8.

Þriðjudagur 20.desember 2016
Eftirtaldir Cisco 4500X rúterar voru uppfærðir á milli kl. 06:00 og 07:30;
ab03-gw
gardar-hinet-gw
nf00-gw
nh1600-gw
od00-gw
tg03-gw

Þetta olli stuttri truflun á netsambandi í þeim húsum  sem eru tengd þessum
beinum.

Þriðjudagur 15.nóvember 2016
Rafmagnstruflun kl. 14:26 olli skammhlaupi í spennujafnara, sem aðal dreifisviss á
stúdentagörðum - e12-sw00g - er tengdur við. Við það rofnaði allt netsamband við
íbúðir nemenda á Eggertsgötu og Suðurgötu.
Samband komst aftur á kl. 15:25, þegar rafmagn var tengt framhjá spennujafnara.

Föstudagur 11.nóvember 2016
Biluðu X2 ljósbreyta í nh16vs-sw02g olli sambandsleysi við nh16vs-sw01g,
kl.08:27. Samband komst aftur á kl.08:55, eftir að ljósbreytan hafði verið 
tekin úr og sett aftur í. Hún bilaði aftur kl.11:06 og þá kom loks í ljós hvers
eðlis var og skipt var um ljósbreytu.
Þar sem allar uc þjónustuvélar Uglu voru tengdar við nh16vs-sw01g þá rofnaði
allt samband við Uglu.
Ákveðið var að færa 2 uc vélar yfir á annan sviss næstkomandi mánudag.

Mánudagur 31.október 2016
Höfuðrofi fyrir rafmagn í stúdentakjallara brann yfir á sunnudegi.
Rafvirki HÍ ákvað að skipta um rofa að morgni mánudags. Engin tilkynning
barst til RHÍ varðandi þessa fyrirætlan.
Rafmagn var tekið af Háskólatorgi um kl. 05:25 að morgni mánudagsins 31.október
og var það komið aftur á um 07:30.
Einn af svissum RHÍ í Háskólatorgi eyðilagðist, þegar rafmagnið kom aftur á.

Miðvikudagur 31.ágúst 2016
Vatn lak inn í símstöðvarherbergi í Aðalbyggingu og við það sló út
einni rafmagnsgrein. Á þeirri grein voru varaaflgjafi og ab00-gw.
Haft var samband við Villa sem kallaði út pípara og húsvörð.
Vatnið (skólpið) var hreinsað upp af gólfinu og maður fenginn til þess
að losa stíflu í klóaki.
Rafmagn komst á aftur um 21:45.

Föstudagur 26.ágúst 2016
Truflun varð á netsambandi við hluta Stúdentagarða á Eggertsgötu.
Kl. 08:35 datt samband við e16-sw00g og e34-sw00g út.
Þeir eru tengdir við e12-sw00g - ME3600 dreifisviss.
Interface voru upp og svissarnir sáust í CDP en svöruðu ekki pingi.
Samband náðist aftur með því að slökkva á interface og hreinsa MAC addressu
töfluna, en stuttu seinna rofnaði sambandið aftur.
Endurræsing á dreifisviss e12-sw00g lagaði ástandið.
Samband komið á að fullu kl.10:35.

Mánudagur 18. júlí 2016
Vinna við raflagnir í VR2 hefur dregist. Enn er ekkert netsamband í húsinu
en búist er við að vinnu ljúki síðar í dag eða á morgun.
Miðvikudagur 13. júlí 2016
VR2 sambandslaust vegna vinnu við raflagnir. Ekkert netsamband 
í húsinu fram á föstudag 15 júlí.

Þriðjudagur 5. júlí 2016
Raunvísindastofnun (Dunhagi 3) sambandslaus síðan 4. júli kl 20:00
vegna bilunar í sviss. 

12:30 - unnið að útskiptingu á sviss.
12:50 - GBIC skipt út - samband kemst á.

Mánudagur 4. júlí 2016
Sambandlaust við hluta VR2 síðan föstudag 1. júlí. Verið er
að endurnýja raflagnir hússins og má búast við truflunum 
fram á sumar.

Föstudagur 16. apríl 2016
DDOS árás á vél á neti Reiknistofnunar (.69) olli sambandsleysi
og truflunum á tengingum RHI við HInet milli kl 11:10 og 11:55.
Stærð árásar var um 5Gbs en tenging RHI við HInet er einungis 1Gbs.
(Sjá umferðarkort)

Viðkomandi IP tala var svartholsrútuð á RHnet um kl 11:55

Föstudagur 19. febrúar 2016
Þráðlaust net í VR3 stækkað úr /26 í /25 vegna ítrekaðra
frávísana. Sambandslaust til kl 10:30 vegna mistaka við 
breytingu á DHCP þjónustu (röng IP tala á beini send til 
notenda).

Föstudagur 15. janúar 2016
Truflun varð á net- og símasambandií ýmsum húsum á háskólasvæðinu
vegna bilunar í háspennustreng.
Lekaliði í Nýja Garði sló út þegar rafmagnið kom aftur á og var
húsið sambandslaust af þeim sökum fram eftir morgni á laugardeginum.
Einnig sló út lekaliði í Gamla Garði. Hann var sleginn inn kl. 02.00.
Og lekaliði í VR3 var sleginn inn á laugardagsmorgninum.
Sviss í VR2 bilaði þegar rafmagnið kom aftur á og var skipt um
hann á laugardagsmorgninum.
Sviss á Háskólatorgi var með villu í stýriskrá og var það lagað
á laugardagsmorgninum.

Miðvikudagur 13. janúar 2016
Þráðlaust net í Íþróttahúsi stækkað úr /27 í /26 vegna ítrekaðra
frávísana (skortur á IP tölum).

Föstudagur 11. desember 2015
Skipt um rúter nf00-gw í Öskju. Settur var Cisco 4500X-16 í stað 
Cisco 3560-12D.
Samband við húsnet í Öskju og Sturlugötu 8 rofnaði í skamma stund
á milli kl. 06:10 og 06:15.

Föstudagur 13. nóvember 2015
Biluð ljósbreyta rauf samband á milli nh1600-gw og nh16vs-sw01g.
Við það rofnaði samband HÍnets við þjónustuvélar á 165 netinu.
Í ljós kom að talsvert að vélum á 165 netinu eru með rútu fyrir
IP net HÍ stillta á nh1600-gw.
Þetta þarf að laga.

Föstudagur 2. október 2015
Vegna galla í hugbúnaði miðlægs beinis í Neshaga 16 varð
algert sambandsleysi við húsnet (Reiknistofnun), netið í Haga
og við VPN þjónustu frá kl 15:35 og þar til beinir var
endurræstur 16:26. Vegna eðli bilunar varð einnig vart við
truflanir á tengingum við þjónustuvélar RHÍ í Neshaga.

Sjá  http://www.hinet.hi.is/routerstat/mem-nh1600-gw.html



     %SYS-2-MALLOCFAIL: Memory allocation of 276 bytes failed 
     from 0x2151B958, alignment 8

     Pool: I/O  Free: 16856  Cause: Memory fragmentation
     Alternate Pool: None  Free: 0  Cause: No Alternate pool
     -Process= "Pool Manager", ipl= 0, pid= 8



Mánudagur 31. ágúst 2015
Vegna mistaka við uppfærslu á auðkenningarkerfum ADSL sambanda 
bárust engar upplýsingar um nafnaþjóna til ADSL notenda sem 
auðkenndu sig frá kl 13:30 og fram á næsta morgun.

Tengingar og auðkenning í lagi, en skortur á uppsettum
nafnaþjónum veldur ástandi sem svipar til algers netleysis.

Fimmtudagur 20. ágúst 2015
Alvarlegt rafmagnsrof á Neshaga 16

Klukkan 10:07:14 lokar Orkuveita Reykjavíkur fyrir rafmagn í vélasal RHÍ á Neshaga 16 
vegna vangreiddra reikninga (ranglega skráð í innheimtukerfi OR). RHÍ fékk ekki
upplýsingar um þessa lokun, og upplýsingar frá varaaflgjafa um að afl væri tekið
úr rafhlöðum voru ekki meðhöndlaðar rétt af eftirlitskerfi.

10:07:30 hefur vararafstöð lokið ræsingu og rafmagn komið á salinn frá henni. 
Ekki hefur verið lokið við eftirlitsbúnað með varavél, og því bárust ekki upplýsingar 
til RHÍ um að vélasalurinn væri nú á varaafli.
Föstudagur 21. ágúst 2015
Ábending til RHÍ um að vararafstöðin sé í gangi, og hafi verið það í rúman sólarhring. 
Staða rafmagnsmæla var misskilin þegar menn mættu á staðinn, og því var
slökkt á vararafstöðinni.

10:17:27 Afl nú tekið af rafhlöðum og enn eru upplýsingar um það ekki meðhöndlaðar
rétt. Kælikerfi er óvirkt (er ekki á rafhlöðum) og viðvaranir taka að berast 
frá hitmælum í vélasal. Hiti í einstökum tækjum fer yfir hættumörk (60-70 gráður).

11:06:51 Varavél ræst aftur þegar þegar þetta kom í ljós í framhaldinu fundið út 
að ekkert rafmagn var á heimtaug frá Orkuveitunni vegna lokunar. Haft samband
við OR og málið leiðrétt.

11:39 Orkuveita setur straum aftur á heimtaug vélasalar í Neshaga 16.

Miðvikudagur 13. ágúst 2015
Truflun varð á netsambandi við þá staði sem tengjast tg01-gw og atm-gw.
Truflunin var vegna bilunar i ljósbreytu í tgbb-sw00g. Ljósbreytan var
á sambandinu tg03-gw <-> tgbb-sw00g.

Truflunin byrjaði um 18:45 og var sambandið komið í lag um 20:30.

Fimmtudagur 8. ágúst 2015
Breyting var gerð á bakbeinstengingum Haga og Þjóðarbókhlöðu.
Hagi er nú tengdur við Neshaga - nh1600-gw - og Þjóðarbókhlaða er
tengd við Aðalbyggingu - ab03-gw.

Tenging Haga við Tæknigarð og Þjóðarbókhlöðu var rofin sem og 
tenging Þjóðarbókhlöðu við Haga.

Fimmtudagur 16. júlí 2015
Dos árás á IRC þjón RHÍ milli kl 00:10 og 00:35 olli
nokkurum truflunum á netsambandi þjónustuvéla RHÍ á þessu tímabili. 

Upptök voru 185.11.180.36 og 185.11.180.35

Fimmtudagur 15. júlí 2015
Laugavegur 13 - Orðabók HÍ - tengt við l46a-sw00g.
Sett á VLAN á gardar-hinet-gw uns hægt verður að
tengja á single fiber SFP við 4500X rúter.

Föstudagur 5. júní 2015
s800-gw fluttur yfir í skáp hjá DeCODE.

Þriðjudagur 2. júní 2015
Vélasalur RHÍ á Sturlugötu tæmdur og lagður niður.

Föstudagur 29. maí 2015
Annar jaðarrútera RHÍ - rhnet00-gw - fluttur frá Sturlugötu yfir í
Tæknigarð.

Fimmtudagur 28. maí 2015
Controllerar fyrir WiFi - hinet-wlc00/hinet-wlc01 - fluttir frá Sturlugötu yfir í
Neshaga 16.
s801-gw var einnig fluttur yfir í Neshaga 16.

Fimmtudagur 21. maí 2015
Annar jaðarrútera RHÍ - rhnet01-gw - fluttur frá Sturlugötu yfir í
Neshaga 16.

Miðvikudagur 29. apríl 2015
Rafmagn fór af Lögbergi og Nýja Garði á milli kl. 15 og 16.
Við það rofnaði net- og símasamband - enginn varaaflgjafi er á staðnum.

Fimmtudagur 12. mars 2015
Bilun í búnaði hjá Símanum olli sambandsleysi hjá ADSL/Ljósnets notendum
RHÍ, í u.þ.b. 2 klukkustundir á milli kl.23:00 12.mars og 01:00 13.mars.

Miðvikudagur 11. febrúar 2015
Nýr vélasalur Reiknistofnunar á Neshaga 16 tengdur HInet um Tæknigarð
og Aðalbyggingu.

Föstudagur 26. september 2014
Samband við Laugarvatn rofið síðan kl 12:01. Bilun í dreifikerfi Mílu
á suðurlandi milli Selfoss og Írafoss.

Laugardagur 6. september 2014
Rafmagn var tekið af UPS hlið rafmagnsveitu á Sturlugötu 8 - aðal vélasal RHÍ,
kl. 09.00.
Þetta olli truflunum á netsamböndum á milli kl.09:00 og 10:00

Miðvikudagur 2. júlí 2014
Ljósleiðari í slitinn milli Haga og Þjóðabókhlöðu  GV er að vinna í málinu.
Hefur ekki áhrif á umferð á HInet vegna umfremdar sambanda.

Mánudagur 16. júní 2014
Netsamband við Sæmundargötu 14-20 kom upp kl.09:10.
Bilun var í dreifisviss.

Sunnudagur 15. júní 2014
Sambandslaust á HInet við stúdentagarða á Sæmundargötu 14-20 vegna bilunar í 
sviss. Samband rofnaði um kl 21:30. Ekki vitað um eðli bilunar.

Laugardagur 17. maí 2014
Sambandslaust við hluta notenda hjá Gagnaveitu vegna bilunar í varaaflgjafa í 
vélasal RHÍ. Annar af tveimur jaðarbeinum HInet varð straumlaus, og þar með
slitnaði tenging við beini á móti Gagnaveitu. Sambandslaust frá 17:35 til 18:20
þegar tengt var framhjá biluðum varaaflgjafa.

Miðvikudagur 30. apríl 2014
Nethögun í Nýja Garði var breytt úr línulegri í stjörnu.
Allir svissar eru nú tengdir út frá einum dreifisviss. Netsamband rofnaði frá
kl. 05:50 til 06:30.

Þriðjudagur 22. apríl 2014
Sambandslaust við Öskju frá kl 03:00 til 07:30 vegna straumleysis. Orsökin
var vatnsflóð í kjallara þ.a. lekaliðar leystu út og straumur
fór af búnaði RHI eftir að varaafl kláraðist. Umfremd aflgjafa rúterbúnaðar
nýttist ekki vegna ófullnægjandi tenginga (báðir aflgjafar tengdir á sama lekaliða).

Sunnudagur 20. apríl 2014
Hugbúnaðaruppfærsla á rúter rhnet01-gw.
Úr 10.2R2.11 í 10.2R3.10.

Laugardagur 19. apríl 2014
Sviss ht-sw13gp hættir að svissa umferð, að stærstum hluta til, kl. 07:00.
Svissinn er keyrandi og hægt að ná sambandi við 1 af 4 þráðlausum sendum
sem eru tengdir við hann. Ekkert í loggum sem skýrir þessa hegðun.
Endurræstur kl. 10:50 og samband kemst að fullu á kl.10:55.

Þriðjudagur 15. apríl 2014
Skipt um sviss tg-sw11 í Endurmenntun HÍ.
Bakbeinssamband stækkar við það úr 100Mb í 1Gb.

Mánudagur 7. apríl 2014
Kl.13:05
Net- og símasamband við Laugarvatn er rofið vegna rafmagnsleysis.
Engar fréttir er að fá hjá RARIK.

Rafmagn kom aftur á kl.14:40.
Net- og símasamband komið í lag.

Miðvikudagur 19. febrúar 2014
Net- og símasamband við Laugarvatn rofnaði vegna slitins ljósleiðara
Símans á milli Flúða og Laugaráss.

Sambandslaust var frá kl.10:55 til 15:20

Miðvikudagur 23. október 2013
Netsamband á eftirtöldum stöðum á stúdentagörðum rofnaði vegna bilaðs
dreifisviss á Eggertsgötu 8;
Eggertsgata 2-10
Suðurgata 121

Sambandið var rofið frá kl.15:45 til 20:50


Miðvikudagur 9. október 2013
Skipt um dreifisviss - e12-sw00g - sem þjónar Eggertsgötu og Suðurgötu.
Samband við rúter Stúdentagarða - gardar-hinet-gw - stækkað í 10Gb.

Föstudagur 16. ágúst 2013
Vegna bilunar hjá OR varð rafmagnslaust á stórum hluta háskólasvæðis
frá kl 04:21 til 05:23.

Þar sem varaaflgjafi við beina HInet í Aðalgbyggingu
er bilaður, varaafl skortir alveg við beina í Odda og
varaflgjafi við beina í Læknagarði er lélegur varð 
algert sambandsslit við þjónustuvélar RHÍ í Sturlugötu
milli kl 4:50 og 5:23. (Sjá  kort af HInet).

Þegar rafmagn kemur á þurfti að slá inn lekaliðum í Íþróttahúsi, 
Odda, Stapa og V3 til að hluti netbúnaðar (án varaafls) í þessum húsum
verði virkur. Þrír skiptar (í V3, Odda og Stapa) eru ónýtir og unnið
er að því að setja inn varabúnað í staðinn.

Föstudagur 9. ágúst 2013
Skipt um rúter gardar-hinet-gw.gardur.hi.is
Truflun varð á netsambandi á milli kl. 06:00 og 06:30 á eftirtöldum samböndum/stöðum;

Eggartsgata/Suðurgata <-> Aðalbygging
Skógarvegur <-> Aðalbygging
Lindargata <-> Aðalbygging
Gamli Garður <-> Aðalbygging

Þriðjudagur 11. júní 2013
Skipt um rúter á Keldum. Truflun varð á netsambandi á milli kl. 09:20 og 09:40.

Mánudagur 10. júní 2013
Lokið við vlan væðingu í VR2. Öll net/svissar sameinuð á einn dreifisviss.

Miðvikudagur 05. júní 2013
Skipt um rúter lg00-gw í Læknagarði.
Truflun varð á netsambandi á milli kl. 05:30 og 06:30 á eftirtöldum samböndum/stöðum;

Læknagarður <-> Aðalbygging
Læknagarður <-> Askja
Læknagarður <-> Stakkahlíð
Læknagarður
Eirberg

Miðvikudagur 29. maí 2013
Skipt um rúter nf00-gw í Öskju.
Truflun varð á netsambandi á milli kl. 06:00 og 06:30 á eftirtöldum samböndum/stöðum;

Askja <-> Sturlugata 8
Askja <-> Oddi
Askja <-> Læknagarður
Askja

Föstudagur 24. maí 2013
ab03-gw endurræstur vegna galla í hugbúnaði. Gallinn orsakaði stöðuga færslu
í logg á rúternum en hafði engin áhrif á virkni hans.

Fimmtudagur 23. maí 2013
Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi var net- og símasambandslaus
á milli kl. 10:20 og 12:35.
Reynt var að ná í tæknimann hjá Símanum en enginn þeirra svaraði og því var
hringt í þjónustuborðið, sem tók niður erindið og kom því áleiðis.
Stuttu seinna komst sambandið á aftur.
Orsök sambandsleysins er ókunn en einn af tæknimönnum Símans (Örvar) hringdi
til baka og sagðist ætla að athuga málið og hafa aftur samband.

Fimmtudagur 23. maí 2013
Samband HInets við rhnet01-gw var flutt af tg03-gw yfir á ab03-gw.
Engin truflun varð á netsamskiptum.

Föstudagur 17. maí 2013
Skipt um rúter od00-gw í Odda.
Truflun varð á netsambandi á milli kl. 06:00 og 06:30 á eftirtöldum stöðum/samböndum;

Oddi <-> Aðalbygging
Oddi <-> Tæknigarður
Oddi <-> Askja
Aragata 9/14
Árnagarður
Íþróttahús
Norræna hús
Oddi

Fimmtudagur 16. maí 2013
10Gb Samband Háskólabíós við HInet flutt af s800-gw yfir á tg03-gw

Miðvikudagur 17. apríl 2013
Félagsstofnun Stúdenta er að taka í notkun nýtt tölvukerfi. Við þá breytingu kemur upp villa
í þeim gögnum sem FS sendir til RHÍ á mánudeginum 15.apríl kl. 17:20 og varða íbúa/leigjendur
á Görðum. Margir notendur eru skráðir brottfluttir þó svo að svo sé ekki raunin. Aðrir eru 
skráðir fluttir í nýja íbúð.
Þetta veldur því að fjölmargir íbúar á Görðum missa netsamband og geta jafnvel ekki skráð aftur
macaddressu, fyrir Garðatenginguna, í Uglu.
Að auki breyttu starfsmenn Advania skrifhætti, á íbúðanúmerum á Skógarvegi, frá því sem áður var
sem gerði það að verkum að kerfi RHÍ þekktu ekki skráningar fyrir Skógarveg.
Þessar truflanir hafa valdið fjölmörgum notendum á Görðum óþægindum síðastliðna 2 sólarhringa.

Miðvikudagur 10. apríl 2013
Þráðlaus net í Gimli og Háskólatorgi sameinuð á eitt /22 net.

Mánudagur 8. apríl 2013
Þvottavél á sömu rafmagnsgrein og lg00-gw sló aftur út rafmagni (húsvörður tengdi hana
án þess að búið væri að gera við bilunina.)
Við það rofnaði net- og símasamband við LG og EIR - enginn varaaflgjafi er á staðnum.
Rofið varði frá 09:20 - 09:35

Varaaflgjafi settur upp í LG. Net- og símasamband rofnaði við það í skamma stund um kl. 15:55.

Laugardagur 6. apríl 2013
Þvottavél á sömu rafmagnsgrein og lg00-gw sló út rafmagni.
Við það rofnaði net- og símasamband við LG og EIR - enginn varaaflgjafi er á staðnum.
Rofið varði frá 18:25 - 19:45

Fimmtudagur 4. apríl 2013
Skipt um rúter s800-gw á Sturlugötu.
Truflun varð á netsambandi á milli kl. 06:00 og 06:30 á eftirtöldum stöðum/samböndum;

Aðalbygging <-> S8
Askja <-> S8
VPN
CN
S8 húsnet
Afritun
Háskólabíó
Netþjónar - 143 og 165 net

Fimmtudagur 22. mars 2013
Önnur af tveimur tengingum HInet við jaðarrútera flutt úr Sturlugötu 8
í Tæknigarð. Gert til að auka öryggi tenginga HInet við umheiminn.

Miðvikudagur 21. mars 2013
Þráðlaust net í Háskólatorgi tvöfaldað. Getur nú þjónað yfir 1000 samtímanotendum.

Miðvikudagur 13. mars 2013
Ljósleiðari við Háskólatorg grafinn í sundur um kl 17:40. Háskólatorg
sambandslaust við HInet, og hringtenging rofinn milli Aðalbyggingar og Sturlugötu.

20:00 Viðgerð er hafinn, en ekki búist við að henni ljúki fyrr en eftir miðnætti.
Gimli nú einnig sambandslaust við HInet.
20:45 Samband komið á við Háskólatorg og Gimli.

Hringtanging á milli Aðalbyggingar og Sturlugötu ekki komin í lag.

Föstudagur 8. mars 2013
Skipt um rúter tg03-gw í Tæknigarði.
Truflun varð á netsambandi á milli kl. 06:00 og 06:30 á eftirtöldum stöðum;

Dunhaga 18
Húsavík
Keldur
Laugarvatn
Lofskeytastöð
Raunvísindastofnun
Selfoss
Tæknigarði
VR1
VR2
VR3
Heimtengingum ADSL og Ljósleiðara

Miðvikudagur 27. febrúar 2013
Skipt um rúter ab03-gw í Aðalbyggingu.
Truflun varð á netsambandi á milli kl. 06:00 og 06:30 á eftirtöldum stöðum;
Aðalbyggingu
Gimli
Háskólatorgi
Lögbergi
Nýja Garði
Stapa
Stúdentagörðum

Háskólatorg var flutt af ab00-gw yfir á ab03-gw.

Fimmtudagur 24. janúar 2013
Háskólatorg flutt af ab03-gw á ab00-gw.

Miðvikudagur 23. janúar 2013
Truflanir og tafir á umferð um ab03-gw (rúter í Aðalbyggingu) milli kl 13 og 16, bæði 
umferð frá húsum tengdum Aðalbyggingu og gegnumstreymisumferð. Oraskast af hönnunargöllum
í vélbúnaði rúters (TCAM tafla of lítil). Hluti tenginga í Aðalbyggingu verður fluttur á 
annan rúter.

Þráðlaust net í Eirbergi tvöfaldað vegna of mikillar frávísunar (vegna skorts á IPv4 tölum)
á álagstímum.

Miðvikudagur 5. desember 2012
Rafmagnstruflun í hluta af 1.hæð í Gimli olli stuttu sambandsleysi á milli kl.13:40 og 13:50.
Þetta hafði áhrif á net- og símasamband.

Þriðjudagur 4. desember 2012
Beinir í Stakkahlíð / MVS endurræstur kl. 06:00 vegna truflana á sambandi við sth-sw03g (skiptir í Stakkahlíð.)
Beinirinn - sth00-gw - er tvískiptur og kom annar hlutinn ekki upp við endurræsingu (reload) og því
þurfti að rjúfa straum til hans og tengja á ný. Fullt netsamband komst á kl. 07:20

Miðvikudagur 21. nóvember 2012
hinet-wlc00 endurræstur vegna uppfærslu á hugbúnaði.

Föstudagur 16. nóvember 2012
hinet-wlc00, controller fyrir þráðlausa senda, endurræstur vegna breytingar á hugbúnaðarleyfum.
Leyfi fyrir þráðlausa senda, sem controllerinn getur stjórnað, eru nú 200. Þráðlausir sendar
í húsnæði HÍ eru rúmlega 300.

Fimmtudagur 27. septemeber 2012
Skipt um beini á Keldum. Samband kemst á um kl 11:00.

Rafmagnstruflanir á Keldum virðast hafa valdið bilun í beini. Sambandslaust síðan kl 8:45.
Unnið er að viðgerð.

Þriðjudagur 10. júlí 2012
Vegna byggingaframkvæmda við Háskólatorg er 10G samband milli Aðalbyggingar og Sturlugötu 8
rofið. Þetta rof veldur óvæntum truflunum á samböndum í Aðalbyggingu milli kl 14 og 15:30.

Mánudagur 25. apríl 2012
Rafmagnstruflun á Stúdentagörðum á Suðurgötu 121 olli bilun í sviss. Við bilunina 
rofnaði netsamband hjá helmingi íbúanna.  Sambandsleysið varði frá kl. 01:50 - 11:10.

Þriðjudagur 24. apríl 2012
Samband Tæknigarður <-> Stakkahlið var stækkað úr 1Gb í 10Gb.
Fyrir mistök var varaleið Stakkahlið <-> Læknagarður rofin og því varð Stakkahlíðin
sambandslaus í um 5 mínútur.
Multicast (ip pim sparse-dense-mode) var virkt í tg03-gw en ekki sth00-gw, það olli
miklu CPU álagi á sth00-gw. Það lagaðist þegar multicast var virkjað í sth00-gw.

Miðvikudagur 11. apríl 2012
Rafmagnsbilun í Tæknigarði veldur truflunum á netsamböndum innanhúss frá kl 10:08.

Þar sem ekki er séð fram á að viðgerð ljúki áður en varaafl í tengirými þrýtur, var
sett upp 'hundur' yfir á Raunvísindastofnun (Dunhaga 3) til að halda tengirými virku.
Rafmagn kemst á tengrými þessa leið kl 13:48. Innanhúsnet áfram óvirkt þar til heimtaug
TG hefur verið löguð, en ekki er vitað hvenær viðgerð lýkur.

Viðgerð lauk um kl.18.00.

Laugardagur 17. mars 2012
Sambandsslaust var í  Aðalbyggingu vegna bilunar í dreifisviss. Skipt var um sviss
og samband komst á aftur kl.14:20. 

Þriðjudagur 13. mars 2012
Sambandsslaust við Eggertsgötu (stúdentagarða) vegna rafmagnsleysis. Orkuveitan vinnur
að uppsetningu á nýjum götukassa síðan kl 13:00. 

Þriðjudagur 6. mars 2012
Samband á milli Aðalbyggingar og Tæknigarðs hefur verið uppfært úr 1 Gb/s í 10Gb/s.

Föstudagur 27. janúar 2012
Rafmagnsleysi í Stakkahlíð á milli kl. 12:56 og 13:22 olli truflunum á net-
og símasamskiptum.

Mánudagur 23. janúar 2012
Truflanir urðu á eftirtöldum samböndum á milli kl. 06:40 og 07:20, þegar
rúter í Aðalbyggingu var endurræstur;

Aðalbygging
Gimli
Háskólatorg
Lögberg
Nýi Garður
Stapi
Stúdentagarðar

Bilunininni olli gölluð 10Gíg ljósbreyta á sambandinu Aðalbygging-Sturlugata

Fimmtudagur 19. janúar 2012
Rúter í Sturlugötu 8 (s800-gw) rafmagnslaus milli kl 15:11 og 15:18.
Olli algjöru sambandleysi HInet við umheiminn og sambandleysi þjónustvéla
RHÍ við HInet.

Annar af tveimur aflgjöfum rúters ekki tengdur síðan 12 janúar vegna 
ófullnægjandi frágangs á tengingum og því missti rúter allt afl þegar 
varaflgjafi S8 var prófaður (með því að rjúfa veiturafmagn).

Eftirlit með stöðu aflgjafa einnig ófullnægjandi og því var ekki
brugðist við milli 12 og 19 janúar.

Fimmtudagur 12. janúar 2012
Netsamband, um örbylgju, við íbúðir stúdenta á Laugarvatni er rofið.
Starfsmenn RHÍ eru að athuga möguleika á ljósleiðarasambandi.
Samband mun verða niðri í nokkurn tíma.

Fimmtudagur 29. desember 2011
Búast má við einhverjum truflunum næstu daga í eftirtöldum byggingum og
samböndum, vegna flutnings á ljósleiðurum í Tæknigarði;

ADSL sambönd nemenda og starfsmanna
Dunhagi 18
Endurmenntun
Hamrahlíð
Háskólasetur
Keldur
Laugarvatn
Loftskeytastöð
Raunvísindastofnun
Selfoss
Tæknigarður
VPN tengingar
VR1
VR2
VR3

Sjá nánar;
http://www.hinet.hi.is/traffic-map/taeknigardur-traffic-map.html

Mánudagur 12. desember 2011
Lokið við að flytja millisambönd og hústengingar, sem enda í vélasal AB, yfir á nýjan rúter.

Miðvikudagur 30. nóvember 2011
Prófun á varafli olli bilun í sviss í Eirbergi. Skipt um sviss - verki lauk kl.11:15

Miðvikudagur 9. nóvember 2011
Þann 7.nóv. 2011 var lokað fyrir aðgang 802.11b 11Mb þráðlausra netkorta að HINET.

Föstudagur 23. september 2011
Samband (uplink) þjónustuvéla RHÍ við beini stækkað úr 1Gb í 10Gb.

Þriðjudagur 23. ágúst 2011
Hafist handa við að flytja DHCP þjónustu HInet á nýjan þjón. Verður klárað
á næstu vikum en ekki er búist við að notendur verði fyrir truflunum vegna
þessa.

Mánudagur 22. ágúst 2011
Bilun í símstöð í Aðalbyggingu olli viðvarandi truflunum á símasambandi
við HÍ fram eftir degi. Stjórn síma færð frá símstöð í AB í S8/TG en 
vegna rangra uppsetninga hugbúnaðar á þeim tafðist flutningur fram úr
hófi.

Mánudagur 18. júlí 2011
Tenging þjónustuvelanets (.143) í Tæknigarði lögð niður. Umferð beint
um tengingu í vélasal S8.

Þriðjudagur 12. júlí 2011
1Gbs tenging milli Aðalbyggingar og Sturlugötu lögð niður. Umferð á 10Gbs
sambandi sömu leið. Gimli og Háskólatorg færð á 10G beini.

Mánudagur 27. júní 2011
Sambandslaust við vefsíður í hýsingu hjá Nýherja/Skyggni, vegna mistaka hjá
starfsmönnum Nýherja. Þetta hafði áhrif á m.a. afgreiðslu Þjóðarbókhlöðu,
afgreiðslu lyfseðla, Stjórnlagagátt, Gegni ofl.

Sambandsleysið varði frá 12:30 - 15:30

Miðvikudagur 27. apríl 2011
Rafmagnsleysi sunnan Hringbrautar v.bilunar í háspennustöð Orkuveitu
Reykjavíkur. Símstöð Háskólans og beinar í Aðalbyggingu misstu strax
afl þar sem varaflgjafi í Aðalbyggingu var bilaður.

Samband HInet við umheiminn rofnaði alveg þar sem rafmagnslaust varð samtímis
í Odda, Læknagarði og Aðalbyggingu. Í Odda og Læknagarði vantar alveg varaafl.
Fyrir þær byggingar sem höfðu rafmagn meðan á þessu stóð, rofnaði allt samband 
við þjónustuvélar í vélasal RHÍ í Sturlugötu af ofangreindum ástæðum.

Sambandsleysið varði frá 13:27 - 14:05

Mánudagur 21. mars 2011
Mannleg mistök við færslu á ljósleiðaratengingum við Skógarveg og
Lindargötu urðu þess valdandi að ýmsar þjónustur á HÍneti, eins og
tölvupóstur og heimasvæði, duttu út.
Sambandsleysið varði frá 14.50 - 15.20.

Miðvikudagur 2. febrúar 2011
Sambandslaust við Laugarvatn milli kl 07:00 og 08:35 vegna vinnu
Símans á IP neti. Ekki bárust tilkynningar um fyrirhugað slit á
þessu sambandi.

Þriðjudagur 1. febrúar 2011
Bætt við 10Gbs sambandi HInet við RHnet í Tæknigarði. Samband nú samtals
20Gbs.

Fimmtudagur 28. október 2010
16:00 Samband kemst á aftur.

14:00 Samband við Skógarveg slitið síðan 12:30 vegna ljósleiðarabilunar 
hjá Gagnaveitu. Ekki vitað um eðli bilunar né hversu lagan tíma viðgerð
mun taka.

Mánudagur 20. september 2010
Samband HInet við RHnet stækkað í 10Gbs við tengipunkt RHnet í Sturlugötu 8.

Mánudagur 26. júlí 2010
Samband HInet við Laugarvatn rofið kl 14:20 til 14:30 vegna vinnu við tengingar á
Laugarvatni á vegum Mílu.

Þriðjudagur 20. júlí 2010
Nemendur  í Görðum við Skógarveg og Lindargötu voru áfram sambandslausir
til kl 21:00 vegna víxlaðra tenginga í varabeini sem settur var í Aðalbyggingu.

Sambandslaust við Stúdentagaða frá 15:10 til kl 16:20 vegna bilunar í rúter hjá
RHÍ. Tengingar við Garðana eru frá Aðalbyggingu, en þar voru vinnubrögð við 
byggingaviðhald með þeim ólíkindum að rúterbúnaður eyðilagðist. Sjá einnig 
vandamál við símstöð HÍ sl föstudag.

Föstudagur 16. júlí 2010
Símstöð háskólans óvirk vegna bilunar í aflgjafa (14:00 - 16:00). Bilun orsakaðist
af sæmri umgengni verktaka við byggingavinnu.

Mánudagur 12. júlí 2010
Sambandslaust við Laugarvatn 06:20 til 10:10 vegna rafmagnsleysis í tengirými á Lindabraut
þar sem tenging HInet við Laugarvatn kemur inn. Endurtekin sambandsslit við búnað
Háskólans á Laugarvatni orsakast af lélegum raflögnum.

Föstudagur 28. maí 2010
Rafmagn fór af háskólasvæðinu kl.05:09 og komst á aftur um 30 mín. seinna.
Vegna bilunar í rafkerfi Gimlis komst netsamband ekki á fyrr en kl. 08:55.
Skiptir á 5.hæð í Læknagarði bilaði þegar rafmagn kom aftur á og var skipt
um hann. Þeirri vinnu lauk kl.10:10. 

Föstudagur 14. maí 2010
Hluti HInet á Laugarvatni sambandslaus vegna bilunar í skipti á Laugarvatni
í kjölfar rafmagnsleysis. Skipt um vélbúnað kl 14:10 og samband kemst á aftur.

Fimmtudagur 6. maí 2010
Bilun í tengisambandi milli skipta í tæknigarði veldur truflun á vinnslu
við innri og ytir vefi HÍ. U.þ.b 1.2% pakkatap orsakaðist af bilun í 
ljósbreytum (GBIC). GBIC skipt út um kl 06:00.

Þriðjudagur 30. mars 2010
Truflanir á sambandi við RHnet (öðru af tveimur HÍ við RHnet) 
milli kl 10:45 og 11:15 vegna bilunar í rúter hjá RHnet.

Þriðjudagur 23. febrúar 2010
Sambandslaust við VR-3 frá kl 16:30 mánudaginn 22. febrúar til
kl 08:30 vegna bilunar í dreifisviss.

Föstudagur 5. febrúar 2010
Ljósleiðaralögn frá thjodarbok-gw til bok-sw00g er í sundur,
tveir þráðlausir sendar sambabandslausir. Unnið að viðgerð.

Miðvikudagur 20. janúar 2010
Hluti auðkenningarþjónustu (RADIUS), nafnaþjónustu (DNS) og VMPS við HInet
fluttur á nýja vél (baldur.rhi.hi.is) í vélasal RHI við Sturlugötu.

Laugardagur 16. janúar 2010
Vegna bilunar í aflgjafa skiptis í Tæknigarði lá auðkenningarþjónusta
við þráðlausar tengingar og ADSL tengingar niðri frá kl 22:05 til um 
kl 12:00 sunnudaginn 17. janúar. Af sömu orsökum voru truflanir á
nafnaþjónustu (DNS) og vöktunarkerfum á sama tíma.

Mánudagur 4. janúar 2010
Sambandslaust við Keldur frá kl 14:45 til 14:55 vegna bilunar
í MPLS kerfi Símans.

Mánudagur 30. nóvember 2009
Bilun í rafmagni í Læknagarði veldur algeru sambandsleysi við LG og við
Eirberg milli kl 09:39 og 09:59.

Mánudagur 2. nóvember 2009
10:20 Unnið er að viðgerð á rafkerfi Eggertsgötu 32. Búist er við að henni
ljúki fyrir hádegi í dag.

Sunnudagur 1. nóvember 2009
Rafmagnsbilun í Eggertsgötu 32 veldur enn sambandsleysi við
hluta stúdentagarða frá kl 15:00.
Ekki vitað um eðli bilunar, en tengibúnaður Stúdentagarða
er ekki á varaafli. Sama bilun á þann 30 og 31 okt.
Félagsstofnun stúdenta hefur verið gert viðvart.

Laugardagur 31. október 2009
Rafmagn kemst á aftur og þar með samband við E32 (og
E30, E28 og E26).

Föstudagur 30. október 2009
Laugardagur 18:00 : Rafmagn kemst á aftur og þar með samband við E32 (og
E30, E28 og E26).

Vegna rafmagnsbilunar í tengirými HInet (um kl 18:00) í 
Eggertsgötu 32 er sambandslaust við Stúdentagarða þar og 
Eggertsgötu 30, 28 og 26 sem tengdar eru um E32. 

Þriðjudagur 12. maí 2009
Rafmagnsbilun í Háskólatorgi kl 18:38 -- netkerfi fer á varaafl
sem dugar til kl 19:23. Nettæki óvirk þar til kl 20:21 að rafmagni
er komið á aftur af starfsmönnum RHÍ.

Ástæður truflana ókunnar.

Föstudagur 27. febrúar 2009
Sambandslaust við Laugarvatn frá kl 15:00 til 18:00 vegna 
óútskýrðs rafmagnsleysis á Laugarvatni.

Mánudagur 2. febrúar 2009
Innhringibúnarður RHÍ lagður niður. Ekki er lengur boðið upp á tengingar
við HInet um einfallt innhringimótald. 

Föstudagur 30. janúar 2009
Þráðlaust net í Eirbergi stækkað og aðskilið frá húsneti.

Fimmtudagur 29. janúar 2009
Þráðlaust net í Háskólabío stækkað til að þjóna mest 500 vélum.

Mánudagur 22. september 2008
Keldur tengt HInet á 100Mbs sambandi um MPLS net Símans.

Sunnudagur 21. september 2008
Bilun í rúter hjá RHnet, (þ.e. öðrum af tveimur sem HInet tengist)
olli verulegum trufunum á netsamböndum frá HInet við umheiminn. 
Þessi bilun var þess eðlis að tvítenging HInet kom ekki að gangi, 
bilaða sambandið hélt áfram að draga til sín umferð sem síðan
var ekki komið til skila.

Truflanir hófust um kl 23:10 á laugardagskvöld, en þetta var lagað
um kl 11:30 í morgun.

Mánudagur 11. ágúst 2008
Tengipunktur HInet í Skógarhlíð 10 lagður niður.

Mánudagur 5. maí 2008
Tengipunktur HInet í Ármúla 30 lagður niður.

Þriðjudagur 29. apríl 2008
Heimatengingar starfsmanna og nemenda Háskóla Íslands sem eru í ADSL
viðskiptum við Vodafone fluttar af úteltum ATM samböndum yfir á 2x100Mbs
yfir IP net Vodafone. Rútun einnig breytt úr OSPF í BGP. Yfirfærsla olli
smávægilegum truflunum á samböndum.

Þriðjudagur 15. arpíl 2008
Tengingu Stakkahlíðarsvæðis (Menntavísindasviðs) við Læknagagarð
og Tæknigarð komið á.

Þriðjudagur 12. febrúar 2008
Bilun í beini í Haga veldur sambandsleysi frá kl 22:25 mánudaginn 11
febrúar til kl 09:40 þann 12. Eðli bilunar óþekkt, en skipt var um beini
til að koma húsinu í samband aftur.

Mánudagur 21. janúar 2008
Vegna bilunar í varaaflgjafa hjá RHnet verður algert sambandsleysi
frá HInet til aðila utan RHnet (bæði innanlands og erlendis), frá kl
12:20 til 12:59.

Samkvæmt upplýsingum frá RHnet voru tengingar jaðarbeina RHnet rangar
þannig að þótt um tvo aflgjafa væri að velja í flestum tækjum, þá voru
þeir báðir tengdir sama varaaflgjafanum.

Fimmtudagur 10. janúar 2008
Bilun í ATM tengingu við Vodafone veldur sambandsleysi á ADSL tengingum
nemenda og starfsmanna við HInet, frá 18.30 þann 9.janúar til 10.30 þann 10.

Þriðjudagur 4. desember 2007
9:42 - 10:50 Bilun í IP neti Símans veldur truflunum á ADSL tengingum við HInet.
Einnig veldur þessi bilun sambandsleysi við Ármúla 30, Selfoss, 
Valsheimili og Hamrahlíð. 

Miðvikudagur 28. nóvember 2007
Tenging HInet í Háskólartorg kemst á. Kveikt á ljósleiðara milli
Aðalbyggingar og Háskólatrogs kl 10:15, dreifiskiptir tengdur við
nýjan beini Aðalbyggingu á 1Gbs sambandi.

Þriðjudagur 20. nóvember 2007
Stór hluti Dunhaga 3 (Raunvísindastofnunar) missir netsamband frá kl 07:23
til 09:42 vegna bilunar í ljósbúnaði. Skipt um tengi (Gbic).

Fimmtudagur 19. júlí 2007
HInet er nú tvítengt við RHnet til reynslu. Tenging er úr jaðarbeini HInet
í tvo mismunadi beina í tengirými RHnet. Umferð frá HInet er dreift jafnt
á báðar tengingar. Þessi aðferð eykur öryggi tenginga gagnvart bilunum
í beinum.

Mánudagur 16. júlí 2007
Lokið við að uppfæra net í Nýja-Garði. Skipt um netbúnað og tengihraði
notenda uppfærður úr 10Mbs í 100Mbs.

Þriðjudagur 5. júni 2007
Rafmagn var tekið af húsum austan Suðurgötu vegna tengingar Háskólatorgs
kl 22:03 að kvöldi 4. júni. Við það misstu Aðalbygging, Nýi garður, 
Íþróttahús, Oddi, Árnagarður og Lögberg straum og þar með net- og 
símatengingu. Þar sem bæði Aðalbyggingu og Odda skortir varaafl á
netbúnaði slitnaði netsamband við Læknagarð, Eirberg, Skógarhlíð
Öskju og alla stúdentagarða einnig.

Rafmagn kemst á aftur um kl 23:00 nema í Aðalbyggingu, þar sem öryggi
slógu út, og komst netsamband því ekki á þar og í tengdum húsum (stúdentagörðum
Lögbergi og Nýja Garði) fyrr en um kl 08:00 að morgni 5. júní.

Miðvikudagur 11. apríl 2007
Viðgerð lokið á netbúnaði í Haga sem ollið hefur truflunum á 
netsamböndum í hluta netsins þar síðan um miðjan mars. GBIC tengibúnaði
skipt út.

Miðvikudagur 31. janúar 2007
Gáttaþjónusta ADSL sambanda Símans var endurræst um kl 20:43,
við það lokuðust allar ADSL tengingar frá notendum í þjónustu
Símans við HInet. Þegar þessi þjónusta kom upp aftur og allir
notendur HInet reyndu auðkenningu samtímis, þolir RADIUS þjónn
HInet sem þjónar þessum tengingum ekki álagið. Vandamál við
teningar viðvarandi til kl 23:00. 

Þessi sambönd verða flutt á aðra ADSL gátt hjá Símanum, og einnig
hefur verið bætt við öflugri RADIUS þjóni á HInet til að reyna
að minnka líkur á tengitöfum.

Föstudagur 26. janúar 2007
Lokið við að skipta út netbúnaði á Raunvísindastofnun 
Dunhaga 3. Fjórum svissum var lagt og fjórir hraðvirkari 
settir í staðinn. Mögulegur samskiptahraði á
einstaka vélar aukinn verulega.

Fimmtudagur 11. janúar 2007
Lokið við að skipta út netbúnaði í V3. Fjórum svissum var
lagt og sex hraðvirkari settir í staðinn. Samskiptahraði á
einstaka vélar aukinn (10- og 100-falt). 

Mánudagur 8. janúar 2007
Sambandslaust við hluta Stúdentagarða frá kl. 21.00 þann 7. til kl. 08.30 morguninn eftir.

Slegið hafði út lekaliða í rafmagnstöflu. 

Þriðjudagur 19. desember 2006
14:00 Samband kemst á aftur. Nánari  upplýsingar um ástand RHnet

09:52 HInet aftur sambandslaust við útlönd vegna bilunar á NORDUnet samböndum
RHnet. Sjá atburðaskrá RHnet.

Sunnudagur 17. desember 2006
20:00 Samband um RHnet við útlönd í lagi aftur.

HInet sambandslaust við útlönd vegna bilunar á NORDUnet samböndum
RHnet. Sjá atburðaskrá RHnet.

Fimmtudagur 14. desember 2006
Lokið við að tengja notendur í Haga á 100Mbs, Stofnun Árna Magnússonar
í Neshaga (Orðabók Háskólans) færð úr 10Mbs sambandi í 1Gbs við HInet.

Miðvikudagur 13. desember 2006
Eduroam sett upp í Öskju. Eduroam nú aðgengilegt á þráðlausum netum
í Tæknigarði og Öskju.

Mánudagur 20. nóvember 2006
Húsnet Haga/Neshaga og Orðabókar Háskólans flutt af 100Mbs sambandi 
á 1Gbs tvítengingu við Tæknigarð og Þjóðarbókhlöðu. Slökkt á eldri MM
ljósleiðara úr TG í Haga.

Miðvikudagur 25. október 2006
Neskirkja tengd HInet á Gb sambandi. Tveir þráðlausir sendar
settir upp í kennsluaðstöðu.

Fimmtudagur 21. september 2006
Skógarhlíð 10 flutt í ljósleiðaratengingu við Læknagarð. 
Tengihraði 500-faldaður.

Miðvikudagurr 30. ágúst 2006
Tenginu komið á milli Odda og Öskju og um leið lögð niður
tenging milli Aðalbyggingar og Öskju. Vegna tvítenginga
eru þessar breytingar gerðar án truflunar á umferð.

Þriðjudagur 29. ágúst 2006
Beinni ljóstenginu komið á milli Haga og Þjóðarbókhlöðu.

Miðvikudagur 23. ágúst 2006
DHCP þjónusta lá niðri milli kl 07:45 og 08:43 vegna villu
í stjórnkerfi. Truflaði ný-tengingar á þráðlausum netum, ADSL
og á Stúdentagörðum.

Þriðjudagur 22. ágúst 2006
Tenging við Eirberg flutt úr Tæknigarði í Læknagarð vegna
endurskipulagningar á ljósleiðurum. Framkvæmt um kl 14:20 án
teljandi truflana á sambandi Eirbergs.

Miðvikudagur 26. júlí 2006
Sambandslaust í Læknagarði milli kl 15:02 og 15:10 vegna
breytinga á tengingum. Læknagarður nú tvítengdur við HInet, 
bæði um Aðalbyggingu og um Öskju.

Föstudagur 30. júní 2006
Vegna vinnu OR við rafmagnsheimtaug Háskólans voru flest hús
á Háskólasvæði austan Suðurgötu án rafmagns frá kl 01:30 til
04:35. Netsambandslaust var á öllu þessu svæði á meðan.

Þriðjudagur 27. júní 2006
Netsamband við þráðlausa senda og tölvuver í Odda lá að mestu niðri
í dag milli kl 14:00 og 17:00 vegna breytinga á nettengingum í Odda.

Sunnudagur 11. júní 2006
Rafmagn tekið af Tæknigarði um kl 08:30. Varaaflgjafi RHÍ
straumfæddur frá Raunvísindastofnun á meðan, en kælitæki
í vélasal óvirk.

Truflanir urðu á tengingum Símans og OgVodafone þar sem einstaka
tengingar þeirra voru/eru ekki á varaafli.

Of mikill hiti myndaðist í vélasal RHÍ, svo að nauðsynlegt reyndist
að ræsa kælitæki áður en breytingum á rafmagni lauk. Sú ræsing tókst
ekki þar sem raftenging við kælitæki reyndist röng. Ljóst er að 
ekki má slökkva á kælitækjum í vélsal nema að gerðar séu aðrar 
ráðstafanir um kælingu.

Rafmagn kemst á um kl 11:30.

Þriðjudagur 2. maí 2006
12:48 Rafmagn komið á í Lögbergi.

10:14 Sambandslaust við Lögberg. Rafstrengur hússins grafinn í sundur
við framkvæmdir Háskólatorgs. Ekki vitað hvenær viðgerð lýkur.

Föstudagur 28. apríl 2006
15:30 JL-Hús í sambandi aftur.

14:20 Samband við JL-Hús grafið í sundur aftur (á öðrum stað). Síminn
vinnur að viðgerð.

11:30 Sambandi komið á Skógarhlíð 10 og JL-Hús, sambönd flutt á nýjar
línur.

Samband á HInet við JL-Hús (Hringbraut) og Skógarhlíð grafið í 
sundur um kl 17:00 fimmtudaginn 27. apríl, vegna framkvæmda við
Háskólatorg. Um er að ræða leigusambönd frá Símanum og unnið er að viðgerð.


Fimmtudagur 27. apríl 2006
Ljósleiðarasamböndum á HÍnet breytt. Sambandslaust í u.þ.b klukkustund við
Árnagarð, Íþróttahús meðan tengingar þeirra voru færðar úr Aðalbyggingu 
í Odda.

Samband við Aragötu 9 reyndist bilað. Skipt um ljósbúnað í beinum og samband
kemst í lag um kl 13:30.

Miðvikudagur 26. apríl 2006
Ljósleiðarasamböndum á HÍnet í Aragötu 9/14 breytt úr Aðalbyggingu í Odda
og lagnaleiðum tenginga við Öskju og Studentagarða breytt. Sambandsslit 
í um 2 klukkustundir á hverjum stað.

Mánudagur 24. apríl 2006
16:30 Flutningi lokið. Húsnet og tölvuveranet nú tengd í Odda.

Tengingar við tölvuveranet og húsnet í Odda rofnar tvisvar vegna tilrauna
til að flytja tengingar úr Aðalbyggingu í Odda.

HInet - UTS